Lykilorð 2017

Lykilorð eru gefin út á u.þ.b. 50 tungumálum. Þau eru lesin í fjölmörgum löndum og tengja saman fólk úr ólíkum menningarheimum og frá mismunandi kirkjudeildum.  Á hverju ári gefur lifsmotun.is. út Lykilorð á íslensku og fæst bókin í mörgum bókaverslunum, einnig hjá okkur á Lindinni.

Lykilorð er ein leið til þess að tengja Orð Guðs við daglegt líf okkar. Fyrir hvern dag ársins eru gefin tvö biblíuvers og auk þess fylgir þeim sálmavers eða orð úr kristinni fortíð eða nútíð sem bæn eða til frekari íhugunar. Lykilorð geta verið fyrstu skrefin í þá átt að læra að þekkja breidd og dýpt Biblíunnar.

Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is