Viðgerð lokið

Uppfært föstudaginn 18. janúar, kl. 19.

Viðgerð er lokið á Vatnsenda og útsendingar Lindarinnar á FM 102,9 eru aftur komnar í gang.

 

Mánudagur, 14. janúar, kl. 13:30

Sendir Lindarinnar á Vatnsenda tók upp á því að valda óásættanlegum truflunum og urðum við að taka hann niður. Útsending Lindarinnar á höfuðborgarsvæðinu liggur því niðri.

 

En þetta breytir engu um útsenda dagskrá. Lindin heyrist í gegnum hina 14 sendana hringinn í kringum landið, auk þess sem hægt er að hlusta á netinu og í gegnum appið „Lindin mín“. Við höldum því uppteknum hætti og dagskrárgerðarfólk mætir í útsendingu eins og áður.

Biðjið fyrir því með okkur að Vatnsendi komist aftur í gagnið sem fyrst.

Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is