Fréttabréf – feb

Bænin var í fyrirrúmi á Lindinni í janúar. Við setjum nú í gang breytta dagskrá fyrir vormisserið, þ.e. feb-maí. Yfirlit vikudagskrárinnar er aðgengilegt hér á vefsíðunni, undir valmyndinni Dagskrá, hér fyrir ofan.
Þú getur líka smellt hér til að nálgast hana.
Við erum farin að undirbúa afmælisvikuna, sem verður dagana 4.-9. mars nk. Þessir sex dagar hafa alltaf reynst miklir fjáröflunardagar fyrir starfið og söfnuðust t.d. 6,5 mkr. í mars í fyrra.

Eitt af því sem hefur gefið sig vel í afmælisvikunni á undanförnum árum er hugmyndin með Gjöf-á-móti-gjöf. Þar gefa hlustendur vörur og þjónustu til Lindarinnar sem við gefum síðan áfram gegn fjárstuðningi við Lindina. Og nú spyr ég; getur þú gefið vöru eða þjónustu með þessum hætti fyrir næstu afmælisviku? Ef hæfileikar þínir, menntun eða reynsla geta búið til pening fyrir Lindina, þá getur þú lagt þitt lóð á vogarskálarnar. Hér eru nokkrar hugmyndir um það sem hægt er að gera;
* iðnaðarmaður gefur nokkra daga í vinnu (getur verið málari, smiður, rafvirki)
* listamaður gefur verk (t.d. skartgrip, skúlptúr eða málverk)
* ljósmyndari gefur stúdíótíma (t.d. fyrir fermingu eða brúðkaupsmyndatöku)
* kokkur gefur veislu (getur verið 8 manna matarboð í heimahúsi)
* rithöfundur/útgefandi gefur bækur
* eigandi fasteignar gefur gistingu (t.d. í sumarbústað, gistiheimili eða íbúð)
* þitt sérsvið: _______________________________
Þessari upptalningu eru engin takmörk sett. Allir hafa eitthvert sérsvið sem þeir eru góðir í og hafa þannig möguleika á að blessa Lindina. Ef þú ert með hugmynd hafðu þá samband við okkur í síma 567-1818 eða smelltu hér til að fylla út form og senda okkur.
Guð blessi þig ríkulega fyrir þinn stuðning við Lindina.
Kveðja,
Hafsteinn Gautur Einarsson

Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is