22 stiga hiti

Sumarferð Lindarinnar heppnaðist einstaklega vel á laugardaginn. 35 manns tóku þátt og er óhætt að segja að Snæfellsnesið hafi skartað sínu fegursta þegar við nutum náttúrunnar og þess sem fyrir augu bar. Við þökkum Jóni Þór fyrir aksturinn og að lána okkur rútuna, Öddu og Ámunda fyrir vel heppnaða grillveislu í hádeginu og Hafliða fyrir skelegga og skemmtilega fararstjórn. Á Arnarstapa náði hitinn í 22 gráður. Á myndinni er hópurinn fyrir framan Hvítasunnukirkjuna í Stykkishólmi.

Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is