Útbreiðsla kristninnar

Það er athyglivert að skoða útbreiðslu kristninnar í heimunum síðastliðin ár. Um 2,3 milljarðar teljist kristnir af þeim 7,6 milljörðum sem á jörðinni búa, sem gerir tæplega þriðjung mannskyns.

Þetta sést á línuritinu hér til vinstri. Aukningin er fyrst og fremst í Afríku og Asíu. Þar er vöxturinn um 2% á ári en í Evrópu og Norður-Ameríku er hann innan við 1%.

.

Trúleysingjum fer fækkandi en efasemdafólki fer lítilsháttar fjölgandi. Hvítasunnumenn eru um 640 milljónir í dag en áætlað er að árið 2050 verði þeir um 1 milljarður.

82 milljónir eintaka af Biblíunni eru prentaðar á hverju ári. Miðað við núverandi aukningu milli ára, þá verða 110 milljónir eintaka prentaðar árið 2025. Orð Guðs er að ná til fleira fólks en nokkru sinni fyrr. Í dag eigum við þó eftir að ná til 30% mannkyns með fagnaðarerindið.

Ofangreind tölfræði er fengin af vefsíðunni FactsAndTrends.net.

Kristin kirkja var stofnsett af Jesú og hann hefur tryggt framgang hennar og vöxt í 2.000 ár. Jesú starfaði aðeins í 3 ár og ekki færði hann sjálfur boðskap sinn í letur. Um það sáu lærisveinar hans og samtímamenn sem hann hreyfði við með orðum sínum og gjörðum. Áhrif og útbreiðsla kristninnar er sér í lagi athygliverð í ljósi þessa. Þótt kirkjan eigi undir högg að sækja víða í heiminum þá er útbreiðsla hennar og áhrif hvergi meiri en þar sem ofsóknirnar eru mestar.

Lindin þjónar íslensku samfélagi með boðun fagnaðarerindisins í allri sinni dýrð. Við erum trú þeirri köllun sem Jesús lagði fyrir okkur og fram kemur í hinni svokölluðu kristniboðsskipun:

„Og Jesús kom til þeirra, talaði við þá og sagði: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður og sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.“..“ – Matt. 28:18-20

Með friði og kærleika,
Hafsteinn Gautur, útvarpsstjóri

.

Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is