Valkrafa

Kæru hlustendur!
Í dag er staðan þannig að útsending Lindarinnar frá Vatnsendahæð fyrir höfuðborgarsvæðið er ekki nógu öflug og skýr. Það er vegna þess að við erum að keyra á aðeins 400 watta sendi, sem er engan veginn nógu sterkur fyrir þetta stærsta hlustunarsvæði landsins.

Við höfum augastað á nýjum 2.500 watta sendi sem myndi þjóna okkur vel. En okkur vantar fjármagn og því höfum við blásið til haustfjáröflunar sem stendur nú yfir.

Við stefnum að því að ná 2 milljónum króna nú í september til að eiga fyrir nýjum sendi og uppsetningu.

Við settum því inn valkröfu í heimabankann hjá fjölmörgum hlustendum og er hún að upphæð 5.000 kr. Ef þú hefur tök á að styðja okkur til kaupa á þessum sendi, þá væri það svo sannarlega vel þegið. Sendirinn yrði þá settur upp á Vatnsendahæð og myndi þjóna hlustendum um ókomin ár.

Ef þú sérð ekki valkröfu í heimabankanum þínum þá getur þú líka millifært beint á bankareikning Lindarinnar. Hann má finna inn á vefsíðunni okkar, lindin.is, undir „Stuðningur“.

Með fyrirfram þökk fyrir stuðninginn. Guð blessi þig og þína.

Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is