Afmælismánuður

Söfnun Lindarinnar heldur áfram út marsmánuð. Eins og hlustendur vita þá höldum við upp á 25 ára afmæli stöðvarinnar þennan mánuðinn og um daginn héldum við magnaða tónleika í Fíladelfíukirkjunni.

Enn eru gjafir eftir á gjafalistanum. Með því að smella hér, kemstu inn á listann, getur nælt þér í nýtilegan hlut eða þjónustu og stutt Lindina í leiðinni. Með fyrirfram þökk!

Það var í mars 1995 sem Lindin hóf fyrst útsendingar. Við stóðum því fyrir veglegum afmælistónleikum laugardaginn 7. mars, kl. 20. Á tónleikunum heyrðum við mörg þeirra frábæru laga sem hlustendur Lindarinnar hafa notið síðustu 25 árin.

Fram komu:

Hjalti Gunnlaugsson
Fanny K. Tryggvadóttir
Stefán Birkisson
Hrönn Svansdóttir
Edgar Smári
Páll Rósinkranz
Íris Lind
Operation Big Beat
Inga María
Ívar Halldórsson
Gospelkór Fíladelfíu


Boðið var upp á léttar veitingar fyrir tónleikana eða frá kl.18:30. Tónleikarnir komu í stað Opna hússins í Krókhálsinu sem venjulega hefur verið á Lindinni á þessum síðasta degi afmælisvikunnar.

Við setjum markið á að safna 7.000.000 króna fyrir rekstur Lindarinnar í afmælismánuðinum og erum því með Gjöf-á-móti-gjöf söfnunarátakið í gangi. Við hvetjum þig til að taka þátt, kæri hlustandi.

Kærleikskveðjur,

Hafsteinn Gautur Einarsson, útvarpsstjóri.

 

 

Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is