Sumarfrí 1.-22. júlí

Lindin verður í sumarfríi fyrstu 3 vikurnar í júlí. Dagskrárgerðarfólk tekur frí frá þáttagerð og beinum útsendingum og sömuleiðis fastir starfsmenn. Tónlistin tekur við auk þess sem flutt verða kristileg stef inn á milli.  Ef úsending dettur niður þá er hægt að hringja í 893-9702 (Hafsteinn) og láta vita.

Lindin mun áfram þjóna hlustendum þó dagskrárgerðarfólk sé í fríi.  Fastir dagskrárliðir eins og Boðskapur dagsins kl. 10:00 og bænastundin kl. 22:30 verða ekki í loftinu þessar 3 vikur.  Hefðbundin dagskrá tekur síðan aftur við miðvikudaginn 22. júlí.

Sumarfrí eru mikilvæg og nauðsynleg fyrir okkur öll, því við þurfum að hvílast.  Ég minni að lokum á vers í Davíðssálmi 23:

„Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta..“ – Sálm. 23:1-2

Með friði og kærleika,

Hafsteinn Gautur, útvarpsstjóri

Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is