• Viðgerð lokið

  Viðgerð lokið

  Uppfært föstudaginn 18. janúar, kl. 19.

  Viðgerð er lokið á Vatnsenda og útsendingar Lindarinnar á FM 102,9 eru aftur komnar í gang.

   

  Mánudagur, 14. janúar, kl. 13:30

  Sendir Lindarinnar á Vatnsenda tók upp á því að valda óásættanlegum truflunum og urðum við að taka hann niður. Útsending Lindarinnar á höfuðborgarsvæðinu liggur því niðri.

   

  Meira....
 • Bænavika

  Bænavika

  Kæru hlustendur.

  Hin árlega bænavika Lindarinnar er dagana 7.-13. janúar. Frá kl. 7 til 19, alla þessa daga, verða stuttar bænir lesnar í útsendingu af og til, þar sem beðið er fyrir hinum ýmsu málefnum samfélagsins.  Það er gott að leggja nýja árið fram í bæn og ryðja þannig brautina fyrir vilja Drottins á nýju ári.

  Taktu þátt með því að gera janúar að bænamánuði í þínu lífi.

   

  Meira....
 • Gleðilegt ár!

  Gleðilegt ár!

  Gleðilegt ár, kæri hlustandi!

  Nú er nýlokið góðu ári á Lindinni og við horfum fram til þeirra tækifæra sem nýtt ár ber í skauti sér. Ég vil færa þér þakkir fyrir það sem þú hefur gert fyrir Lindina, hvort sem um er að ræða fjárhagslegan stuðning, bænir eða einfaldlega það að hlusta. Virkur hlustandi að orði Guðs stillir sig inn á samfélag og einingu kristinna manna og er þannig þátttakandi í því fjölbreytta kristilega starfi sem fram fer á Íslandi.

  Meira....
 • Að styðja starfið

  Að styðja starfið

  Allt frá upphafi hefur Lindin verið rekin fyrir fjárstuðning frá einstaklingum, kirkjum og fyrirtækjum sem hafa þá trú og hugsjón að Orð Guðs eigi erindi til þjóðarinnar.  Við bjóðum nýja stuðningsaðila velkomna í hópinn. Þú getur hringt í okkur í síma 567-1818 og skráð þig sem stuðningsaðila eða sent okkur póst á lindin@lindin.is.

  Meira....

Að styðja starfið

Allt frá upphafi hefur Lindin verið rekin fyrir fjárstuðning frá einstaklingum, kirkjum og fyrirtækjum sem hafa þá trú og hugsjón að Orð Guðs eigi erindi til þjóðarinnar.  Við bjóðum nýja stuðningsaðila velkomna í hópinn. Þú getur hringt í okkur í síma 567-1818 og skráð þig sem stuðningsaðila eða sent okkur póst á lindin@lindin.is.

Dagskrá

Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is