Dagsferð 15. júní á Snæfellsnesið

.

Það er komið að hinni árlegu sumarferð Lindarinnar. Að þessu sinni verður farið á Snæfellsnesið.

Snæfellsnesið er eins og perlufesti með mörgum fallegum perlum.  Við heimsækjum Gerðuberg og skoðum stuðlana í berginu.  Boðið verður upp á göngu á Helgafell og grillveisla í kjölfarið.  Við heimsækjum Grundarfjörð, Kirkjufell, Rif, Hellissand, Hellna og Arnarstapa svo eitthvað sé nefnt.  Heimsókn að Malarrifi er líka á dagskránni.

Hafliði Kristinsson mun lýsa staðháttum og leiðsegja í ferðinni.

Þessi dagsferð kostar 16.000 kr. á mann og er þá allt innifalið; rútuferð, leiðsögn, gillmáltíð og kaffistoff á leiðinni.  Jón Þór hjá Ævintýri ehf. hefur í mörg ár gefið Lindinni afnot af rútu fyrir þessar ferðir og nú í ár ætla þau hjónin Adda og Ámundi að gefa hópnum heila grillveislu.  Need I say more!  Þú færð því töluvert fyrir peninginn … og allt til styrktar Lindinni.

Ekki má svo gleyma samfélaginu. Það er alltaf gleði og ánægja í þessum ferðum. Við gerum ráð fyrir að leggja af stað kl. 8 frá Krókhálsi 4 á þessum laugardagsmorgni og koma heim ca kl. 21 til 22 um kvöldið.

Ef þú vilt bóka sæti, hafðu þá samband í síma 567-1818 eða sendu okkur póst á lindin@lindin.is.  Það er venjulega fullbókað í þessar ferðir þannig að ekki bíða lengi. Fyrstur kemur fyrstur fær.
.
Þátttakendur eru beðnir um að vera mættir eigi seinna en kl. 07:45 í Krókháls 4 á laugardagsmorgninum. Hafið hentug föt meðferðis og skv. veðurspá; góðir gönguskór, regnföt og hlý úlpa.
.

Áætlaðar tímasetningar:

07:45 Þátttakendur mæta í Krókháls 4, þaðan sem rútan fer.

08:00 – 9:00 (70km)  Lagt sf stað og keyrt í klukkutíma í Borgarnes – 15 mín. salernisstopp.

9:15 – 10:00 (40 km) keyrt frá Borgarnesi að Gerðubergi – fallegt stuðlabergsstál

10:30 – 11:30 (60 km) keyrt að Helgafelli og gengið á fellið fyrir þá sem vilja.

12:00 – 12:10 (5 km). Keyrt inn í Stykkishólm. Grill og gaman í Hvítasunnukirkjunni.

12:10 – 13:30 – Hádegishlé í Hólminum. Gaman væri að taka nokkur lög inni í kirkjunni eftir matinn.

13:30 – 14:00 (30 km) – Keyrt til Grundarfjarðar og fossin og Kirkjufellið skoðað.

14:30 – 15:00 (35 km) – Keyrt að Rifi og Hellissandi.

15:30 – 16:00 (30 km) – Keyrt að Malarrifi – salernisstopp og gestamiðstöð þjóðgarðsins.

16:30 – 16:45 (10 km) – Keyrt að Hellnum og boðið upp á göngu að Arnarstapa (40 mín) –

17:30 – 18:00 – Kvöldhressing við Arnarstapa.

18:00 – 18:30 (35 km) – keyrt að sellátrunum við Ytri Tungu

19:00 – 21:00 (160 km) – Heimferð til Reykjavíkur


Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is