• Segjum öðrum frá

  Segjum öðrum frá

  Í tengslum við GoMovement boðunarátakið í maí vill Lindin skora á þig að:

  • taka fyrir 5 einstaklinga í bæn og biðja fyrir þeim til frelsis.
  • biðja Heilagan anda um að leiða þig að einstaklingum sem þú getur vitnað fyrir.
  • setja þér markmið um að vitna fyrir einum einstaklingi laugardaginn 29. maí, sem er alþjóðlegi trúboðsdagurinn. Þannig ertu virkur þátttakandi með milljónum kristinna um heim allan sem fara út á göturnar og vitna um Jesú.

  Í Matteusi 28:19 segir: „Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum“.

  Meira....
 • The Chosen

  The Chosen

  Lindin mælir með sjónvarpsþáttunum “The Chosen”.

  MovieGuide.com segir seríuna vera eina bestu kvikmynduðu frásögn um líf og störf Jesú sem gerð hefur verið. Serían fær 9,7 í einkunn á IMDb.

  Hægt er að sjá tvær fyrstu seríurnar frítt gegnum samnefnt app “The Chosen”. Hægt að streyma í farsímann og tölvuna. Einnig er hægt að horfa á í sjónvarpi gegnum Roku eða Chromcast.

  Meira....

 • Afmælismánuður

  Afmælismánuður

  Jebb, upphæðin þokast upp á við, eins og sjá má á súluritinu hér til hliðar.

  Svo minnum við á gjafalistann GJÖF-Á-GJÖF, þar sem tugir af spennandi vörum og þjónustu er í boði. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Smelltu hér til að sjá hvað er í boði og hjálpaðu okkur að ná markmiðinu, sem er að safna 6.000.000 króna.

  Vertu með og taktu þátt! Síminn er 567-1818

  Meira....
 • Fréttabréf Lindarinnar

  Fréttabréf Lindarinnar

  Við erum byrjuð að blása í blöðrurnar ….

  … því afmæli Lindarinnar er fyrstu vikuna í mars og því er ekki seinna vænna en að byrja að undirbúa.

  Og þar sem þetta er útvarpsstöð ykkar hlustenda, þá er við hæfi að segja “Til hamingu með afmælið, Hafsteinn.”

  Afmælisvikan hefur alltaf reynst vel sem fjáröflun fyrir reksturinn, því þá taka hlustendur höndum saman og styðja Lindina með framlögum.

  Meira....
 • Gjafalistinn

  Gjafalistinn

  Það styttist í afmælisviku Lindarinnar, sem haldin verður með pompi og pragt dagana 1.-6. mars. Listinn með þeim gjöfum sem hlustendur hafa fært Lindinni er aðgengilegur hér.

  Meira....

Fréttabréf Lindarinnar

Við erum byrjuð að blása í blöðrurnar ….

… því afmæli Lindarinnar er fyrstu vikuna í mars og því er ekki seinna vænna en að byrja að undirbúa.

Og þar sem þetta er útvarpsstöð ykkar hlustenda, þá er við hæfi að segja “Til hamingu með afmælið, Hafsteinn.”

Afmælisvikan hefur alltaf reynst vel sem fjáröflun fyrir reksturinn, því þá taka hlustendur höndum saman og styðja Lindina með framlögum.

 

Ekki er útlit fyrir að við getum verið með Opið Hús eins og venjulega (vegna Covid, þú skilur!). En þess í stað er hugmyndin er að vera með afmælisdagskrá “í beinni” á Facebook eitt kvöldið, með tónlist, viðtölum og skemmtilegheitum.

Og þar sem ekki verður Opið Hús þá ætlum við að bjóða upp á heimsendar tertusneiðar, sem við keyrum heim til fólks á höfuðborgarsvæðinu. Vertu í bandi við okkur í síma 567-1818 ef þú vilt fá eina slíka. Þetta á einkum við þá sem ekki eiga heimangengt.

Gjafalistinn Gjöf-á-móti-gjöf verður líka á sínum stað. Á honum verða fjölbreyttar vörur og þjónusta, sem hlustendur hafa gefið Lindinni og við getum síðan gefið áfram til annarra, gegn fjárstuðningi. Tær snilld!

Og nú spyr ég: Getur þú gefið Lindinni vörur eða þjónustu sem eftirspurn er eftir? Ef hæfileikar þínir og reynsla geta skapað fjármuni fyrir Lindina, þá er hér tækifærið.

Hér eru nokkrar hugmyndir:

• iðnaðarmaður gefur nokkra daga í vinnu (smiður, rafvirki, málari …)
• eigandi veitingastaðar gefur gjafakort á máltíðir fyrir tvo
• listamaður gefur verk eftir sig (málverk, skúlptúr, skartgripi eða annað)
• ljósmyndari gefur myndatökur (brúðkaup, ferming, fjölskyldumyndir)
• rithöfundur/útgefandi gefur bækur.
• lögfræðingur gefur nokkrar nokkra tíma af sinni þjónustu.
• eigandi fasteignar gefur gistingu (sumarbústaður, gistiheimili, íbúð)
• ýmis kennsla eins og golf, skíði, líkamsrækt, markþjálfun og fleira.
• Elon Musk og SapceX gefa salibunu út í geim fyrir tvo, með gistingu í alþjóðlegu geimstöðinni (kannski ekki alveg … en það má láta sig dreyma)

Smelltu hér ef þú vilt kíkja upp í alþjóðlegu geimstöðina, rétt sem snöggvast.

Hugmyndirnar eru fjölmargar og upptalningin að ofan er engan veginn tæmandi. Allir hafa eitthvert starfssvið eða áhugamál sem þeir eru góðir í og hafa þannig möguleika á að skapa fjármuni fyrir Lindina. Líkt og við erum öll verðmæt í augum Guðs þá getum við hvert og eitt skapað verðmæti og blessað aðra.

Ég hitti vin minn Daníel Rafn um daginn og hann ætlar að gefa Lindinni 20 tíma af sinni vinnu sem bifvélavirki. Það verða því “almennar bílaviðgerðir” á gjafalistanum í afmælisvikunni.

Takk Daníel …. !

Ef þú ert með hugmynd hafðu þá samband við okkur í síma 567-1818 og við ræðum málin.

Kveðja,
Hafsteinn G. Einarsson, útvarpsstjóri.

 


  Lindin mín

  App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

  Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

  Gjafalistinn

  Það styttist í afmælisviku Lindarinnar, sem haldin verður með pompi og pragt dagana 1.-6. mars. Listinn með þeim gjöfum sem hlustendur hafa fært Lindinni er aðgengilegur hér.

  Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is