• Segjum öðrum frá

  Segjum öðrum frá

  Í tengslum við GoMovement boðunarátakið í maí vill Lindin skora á þig að:

  • taka fyrir 5 einstaklinga í bæn og biðja fyrir þeim til frelsis.
  • biðja Heilagan anda um að leiða þig að einstaklingum sem þú getur vitnað fyrir.
  • setja þér markmið um að vitna fyrir einum einstaklingi laugardaginn 29. maí, sem er alþjóðlegi trúboðsdagurinn. Þannig ertu virkur þátttakandi með milljónum kristinna um heim allan sem fara út á göturnar og vitna um Jesú.

  Í Matteusi 28:19 segir: „Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum“.

  Meira....
 • The Chosen

  The Chosen

  Lindin mælir með sjónvarpsþáttunum “The Chosen”.

  MovieGuide.com segir seríuna vera eina bestu kvikmynduðu frásögn um líf og störf Jesú sem gerð hefur verið. Serían fær 9,7 í einkunn á IMDb.

  Hægt er að sjá tvær fyrstu seríurnar frítt gegnum samnefnt app “The Chosen”. Hægt að streyma í farsímann og tölvuna. Einnig er hægt að horfa á í sjónvarpi gegnum Roku eða Chromcast.

  Meira....

 • Afmælismánuður

  Afmælismánuður

  Jebb, upphæðin þokast upp á við, eins og sjá má á súluritinu hér til hliðar.

  Svo minnum við á gjafalistann GJÖF-Á-GJÖF, þar sem tugir af spennandi vörum og þjónustu er í boði. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Smelltu hér til að sjá hvað er í boði og hjálpaðu okkur að ná markmiðinu, sem er að safna 6.000.000 króna.

  Vertu með og taktu þátt! Síminn er 567-1818

  Meira....
 • Fréttabréf Lindarinnar

  Fréttabréf Lindarinnar

  Við erum byrjuð að blása í blöðrurnar ….

  … því afmæli Lindarinnar er fyrstu vikuna í mars og því er ekki seinna vænna en að byrja að undirbúa.

  Og þar sem þetta er útvarpsstöð ykkar hlustenda, þá er við hæfi að segja “Til hamingu með afmælið, Hafsteinn.”

  Afmælisvikan hefur alltaf reynst vel sem fjáröflun fyrir reksturinn, því þá taka hlustendur höndum saman og styðja Lindina með framlögum.

  Meira....
 • Gjafalistinn

  Gjafalistinn

  Það styttist í afmælisviku Lindarinnar, sem haldin verður með pompi og pragt dagana 1.-6. mars. Listinn með þeim gjöfum sem hlustendur hafa fært Lindinni er aðgengilegur hér.

  Meira....

Segjum öðrum frá

Í tengslum við GoMovement boðunarátakið í maí vill Lindin skora á þig að:

 • taka fyrir 5 einstaklinga í bæn og biðja fyrir þeim til frelsis.
 • biðja Heilagan anda um að leiða þig að einstaklingum sem þú getur vitnað fyrir.
 • setja þér markmið um að vitna fyrir einum einstaklingi laugardaginn 29. maí, sem er alþjóðlegi trúboðsdagurinn. Þannig ertu virkur þátttakandi með milljónum kristinna um heim allan sem fara út á göturnar og vitna um Jesú.

Í Matteusi 28:19 segir: „Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum“.

 

Einn fallegasti hluti fagnaðarerindisins er að okkur ber að segja öðrum frá því. Enn hefur stór hluti íslensku þjóðarinnar ekki tekið við Jesú sem sínum frelsara. Það er ekki bara vegna þess að fólk hefur hafnað Jesú Kristi, heldur líka vegna þess að við erum almennt ekki nógu dugleg að vitna fyrir öðrum.

Fagnaðarerindið er í eðli sínu einfalt og auðskilið. Það er hægt að segja frá því í stuttu máli. Meira að segja ung börn geta skilið það og meðtekið. Ein besta lýsingin á því er í Fyrsta Jóhannesarbréfi 3:23 en þar segir „…og þetta er hans boðorð, að við skulum trúa á nafn sonar hans Jesú Krists og elska hvert annað…“. Þetta vers dregur saman fagnaðarboðskapinn í tvö atriði; að trúa á Jesú Krist og elska náungann.

Nú er maímánuður runninn upp. Milljónir kristinna um heim allan deila trú sinni í þessum mánuði gegnum átakið GoMovement. Átakið hófst fyrir um 10 árum þegar Þjóðverjinn Werner Nachtigal hóf að hvetja kristna til að vitna fyrir einum einstaklingi, síðasta laugardag í maí, ár hvert. Hljómar einfalt, ekki satt? En í raun eigum við að vitna fyrir náunganum í hvert skipti sem tækifæri gefst, allt árið um kring.

Trúboðsátakið hefur vaxið og dafnað og nú er áherslan á allan maímánuð. Að við séum virk sem lifandi vitnisburður um hvað Guð hefur gert í daglegu lífi okkar. Þannig ber okkur að flytja boðskapinn áfram. Meira um málið á GoMovement.World

 

 


  Lindin mín

  App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

  Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

  Gjafalistinn

  Það styttist í afmælisviku Lindarinnar, sem haldin verður með pompi og pragt dagana 1.-6. mars. Listinn með þeim gjöfum sem hlustendur hafa fært Lindinni er aðgengilegur hér.

  Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is