• Hver er Jesús Kristur?

  Hver er Jesús Kristur?

  Spurningin að ofan er ein mikilvægasta spurningin sem við getum velt fyrir okkur á lífsleiðinni. Kannski hefur þú nú þegar leitað svara við þessari spurningu og ef svo er þá geri ég líka ráð fyrir því að svarið sem þú komst að hafi breytt lífi þínu að eilífu.

  Með sama hætti skulum við breyta lífi annarra …

  Einn fallegasti hluti fagnaðarerindisins er sá að okkur ber að segja öðrum frá því. Okkur er falið að bera boðskapinn áfram til þeirra sem hafa ekki borið upp stóru spurninguna að ofan.

  Meira....
 • Segjum öðrum frá

  Segjum öðrum frá

  Í tengslum við GoMovement boðunarátakið í maí vill Lindin skora á þig að:

  • taka fyrir 5 einstaklinga í bæn og biðja fyrir þeim til frelsis.
  • biðja Heilagan anda um að leiða þig að einstaklingum sem þú getur vitnað fyrir.
  • setja þér markmið um að vitna fyrir einum einstaklingi laugardaginn 29. maí, sem er alþjóðlegi trúboðsdagurinn. Þannig ertu virkur þátttakandi með milljónum kristinna um heim allan sem fara út á göturnar og vitna um Jesú.

  Í Matteusi 28:19 segir: „Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum“.

  Meira....
 • Afmælismánuður

  Afmælismánuður

  Jebb, upphæðin þokast upp á við, eins og sjá má á súluritinu hér til hliðar.

  Svo minnum við á gjafalistann GJÖF-Á-GJÖF, þar sem tugir af spennandi vörum og þjónustu er í boði. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Smelltu hér til að sjá hvað er í boði og hjálpaðu okkur að ná markmiðinu, sem er að safna 6.000.000 króna.

  Vertu með og taktu þátt! Síminn er 567-1818

  Meira....
 • Gjafalistinn

  Gjafalistinn

  Það styttist í afmælisviku Lindarinnar, sem haldin verður með pompi og pragt dagana 1.-6. mars. Listinn með þeim gjöfum sem hlustendur hafa fært Lindinni er aðgengilegur hér.

  Meira....

Hver er Jesús Kristur?

Spurningin að ofan er ein mikilvægasta spurningin sem við getum velt fyrir okkur á lífsleiðinni. Kannski hefur þú nú þegar leitað svara við þessari spurningu og ef svo er þá geri ég líka ráð fyrir því að svarið sem þú komst að hafi breytt lífi þínu að eilífu.

Með sama hætti skulum við breyta lífi annarra …

Einn fallegasti hluti fagnaðarerindisins er sá að okkur ber að segja öðrum frá því. Okkur er falið að bera boðskapinn áfram til þeirra sem hafa ekki borið upp stóru spurninguna að ofan.

 

Það verkefni var okkur falið í kristniboðsskipuninni í Matteusi 28:19, sem segir að við eigum öll að fara út og gera aðra að lærisveinum.

Guðrún Margrét Pálsdóttir tók saman athyglisvert rit sem heitir einmitt Hver er Jesús Kristur? Um er að ræða kjarnyrt og vel upp sett smárit sem hægt er að gefa þeim sem velta spurningunni fyrir sér.

Okkur langar að bjóða þér að fá nokkur eintök send til þín ef þú vilt, þér að kostnaðarlausu. Sendu okkur tölvupóst á netfangið lindin@lindin.is og gefðu okkur nafn þitt, heimilisfang og símanúmer og við póstleggjum til þín 3 eintök.

Þannig hefur þú tilbúna gjöf í höndunum, næst þegar þú tekur spjallið við einhvern um kristna trú. Þú getur líka hringt í okkur í síma 567-1818.

Aðalfundur Lindarinnar var haldinn 17. maí síðastliðinn. Á honum var farið í gegnum rekstur Lindarinnar á liðnu ári en reksturinn skilaði jákvæðri afkomu upp á 2,2 mkr. Heildarvelta ársins var 40,3 mkr en það er samtalan yfir framlög frá einstaklingum, kirkjum og fyrirtækjum. Lindin er í góðum málum og reksturinn stöðugur þrátt fyrir Covid faraldurinn. Við horfum því björtum augum til framtíðar, þökk sé þér og fleirum.

Ég færi þér þakkir fyrir að vera hluti af starfi Lindarinnar.

Kærleikskveðja,
Hafsteinn Gautur Einarsson, útvarpsstjóri


  Lindin mín

  App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

  Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

  Gjafalistinn

  Það styttist í afmælisviku Lindarinnar, sem haldin verður með pompi og pragt dagana 1.-6. mars. Listinn með þeim gjöfum sem hlustendur hafa fært Lindinni er aðgengilegur hér.

  Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is