• Kristur í kosningunum

  Kristur í kosningunum

  Frambjóðendur flokkanna hafa komið í spjall á Lindinni á undanförnum dögum. Þú getur hlustað á viðtölin með því að smella á krækjuna hér að neðan:

  Viðtöl við fulltrúa flokkanna.

  Við reyndum að draga fram áherslur flokkanna í málum er snerta kristna trú, kristið siðferði, fræðslu í grunnskólum, tengingu ríkis og kirkju, stjórnarskrártillögurnar og fleira.

  Meira....
 • Nýir þættir í haust

  Nýir þættir í haust

  Nú þegar frábæru sumri er að ljúka þá horfum við með tilhlökkun til vetrarins framundan. Ljóst er að í haust þarf Lindin að ráðast í fjáröflun til að safna fyrir nýjum tölvubúnaði og hugbúnaðaruppfærslum. Lindin efnir til sérstakrar fjáröflunar 1.-15. október og setjum við markið á að ná inn tveimur milljónum króna.

  Af nýju efni sem verður á dagskránni hjá okkur frá byrjun september má nefna:

  Meira....
 • Almannaheill

  Almannaheill

  Hvernig stuðlar maður að almannaheill? Ef við erum í kristilegu starfi og vinnum að því að koma Orði Guðs á framfæri í samfélaginu, erum við þá ekki að vinna að heill almennings?

  Þetta orð, almannaheill, hefur verið mér hugleikið undanfarið og þá einkum túlkun hins opinbera á hugtakinu.

  Meira....
 • Gjafalistinn

  Gjafalistinn

  Það styttist í afmælisviku Lindarinnar, sem haldin verður með pompi og pragt dagana 1.-6. mars. Listinn með þeim gjöfum sem hlustendur hafa fært Lindinni er aðgengilegur hér.

  Meira....

Almannaheill

Hvernig stuðlar maður að almannaheill? Ef við erum í kristilegu starfi og vinnum að því að koma Orði Guðs á framfæri í samfélaginu, erum við þá ekki að vinna að heill almennings?

Þetta orð, almannaheill, hefur verið mér hugleikið undanfarið og þá einkum túlkun hins opinbera á hugtakinu.

 

Þannig er að Lindinni tæmdist arfur frá velunnara stöðvarinnar fyrir nokkru. ABC barnahjálp og Lindakirkja fengu líka arf frá þessum einstaklingi, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi nema að sýslumaður taldi óþarft að rukka áðurnefnda aðila um 10% erfðafjárskatt. Lindinni, kristnu útvarpi, var hins vegar gert að greiða skattinn.

Ástæðan, að mati sýslumanns, var sú að skv. lögum um erfðafjárskatt, er félögum, sem vinna að almannaheill, ekki skylt að greiða skattinn. ABC barnahjálp starfar við að auka lífsgæði fátækra barna og Lindakirkja býður fólki sálgæslu og fyrirbænaþjónustu innan veggja síns kirkjuhúss. Lindin er hins vegar bara útvarpsstöð sem stuðlar hvorki að heill eins né neins …. eða hvað?

Athyglivert!

Við hér á Lindinni, vorum ekki sátt við þessa niðurstöðu og þessa túlkun og með aðstoð lögfræðings, kærðum við úrskurðinn til yfirskattanefndar. Í bréfinu útskýrðum við starfið sem fram fer í gegnum okkar fjölmiðil og hvernig við sinnum andlegum þörfum hlustenda, veitum þeim uppörvun og hvatningu, sinnum daglegu bænastarfi og flytjum fræðsluþætti daglega – þeim til heilla sem hlusta.

Málið endaði farsællega, því í júní síðastliðnum úrskurðaði yfirskattanefnd Lindinni í vil. Við þurfum því ekki að greiða umræddan erfðafjárskatt. Niðurstaðan er þeim mun mikilvægari í ljósi þess að hún er fordæmisgefandi fyrir annan þann arf sem Lindinni kann að tæmast í framtíðinni.

En þetta leiðir hugann að öðru. Sú almannaheill sem við hljótum þegar við tökum við fagnaðarerindinu felst meðal annars í því að við hljótum gjafir Heilags anda, fyrirgefningu synda, réttlætingu, sátt við Guð, verðum börn Hans og þannig samarfar Krists og hljótum eilífa himnavist, svo eitthvað sé nefnt.

Hreint magnað!

Ég þakka yfirskattanefnd fyrir úrskurðinn og endurgreiðsluna.

Hér er svo krækja inn á úrskurðinn sem birtur er á vef yfirskattanefndar.

Heill þér, hlustandi góður,
Hafsteinn Gautur, útvarpsstjóri

 


  Lindin mín

  App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

  Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

  Gjafalistinn

  Það styttist í afmælisviku Lindarinnar, sem haldin verður með pompi og pragt dagana 1.-6. mars. Listinn með þeim gjöfum sem hlustendur hafa fært Lindinni er aðgengilegur hér.

  Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is