• Kristur í kosningunum

  Kristur í kosningunum

  Frambjóðendur flokkanna hafa komið í spjall á Lindinni á undanförnum dögum. Þú getur hlustað á viðtölin með því að smella á krækjuna hér að neðan:

  Viðtöl við fulltrúa flokkanna.

  Við reyndum að draga fram áherslur flokkanna í málum er snerta kristna trú, kristið siðferði, fræðslu í grunnskólum, tengingu ríkis og kirkju, stjórnarskrártillögurnar og fleira.

  Meira....
 • Nýir þættir í haust

  Nýir þættir í haust

  Nú þegar frábæru sumri er að ljúka þá horfum við með tilhlökkun til vetrarins framundan. Ljóst er að í haust þarf Lindin að ráðast í fjáröflun til að safna fyrir nýjum tölvubúnaði og hugbúnaðaruppfærslum. Lindin efnir til sérstakrar fjáröflunar 1.-15. október og setjum við markið á að ná inn tveimur milljónum króna.

  Af nýju efni sem verður á dagskránni hjá okkur frá byrjun september má nefna:

  Meira....
 • Almannaheill

  Almannaheill

  Hvernig stuðlar maður að almannaheill? Ef við erum í kristilegu starfi og vinnum að því að koma Orði Guðs á framfæri í samfélaginu, erum við þá ekki að vinna að heill almennings?

  Þetta orð, almannaheill, hefur verið mér hugleikið undanfarið og þá einkum túlkun hins opinbera á hugtakinu.

  Meira....
 • Gjafalistinn

  Gjafalistinn

  Það styttist í afmælisviku Lindarinnar, sem haldin verður með pompi og pragt dagana 1.-6. mars. Listinn með þeim gjöfum sem hlustendur hafa fært Lindinni er aðgengilegur hér.

  Meira....

Nýir þættir í haust

Nú þegar frábæru sumri er að ljúka þá horfum við með tilhlökkun til vetrarins framundan. Ljóst er að í haust þarf Lindin að ráðast í fjáröflun til að safna fyrir nýjum tölvubúnaði og hugbúnaðaruppfærslum. Lindin efnir til sérstakrar fjáröflunar 1.-15. október og setjum við markið á að ná inn tveimur milljónum króna.

Af nýju efni sem verður á dagskránni hjá okkur frá byrjun september má nefna:

 

Tólf sporin – andlegt ferðalag. Sporavinnan, sem hundruð Íslendinga þekkja af eigin raun, er byggð á kristilegum grunni og er tækifæri til sjálfsskoðunar og almennrar uppbyggingar. Margrét Eggertsdóttir kynnir þetta ferðalag fyrir hlustendum og fær til sín viðmælendur sem gefa sinn vitnisburð af sporavinnunni.

Sálmar & bænalíf. Sr. Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur, fer af stað með nýja þætti á miðvikudagsmorgnum. Guðmundur er okkur að góðu kunnur en hann var með þættina Eftirfylgd á liðnum vetri. Í nýju þáttunum fer Guðmundur í gegnum nokkra Davíðssálma og fjallar um þær tilfinngar sem bærast innra með okkur þegar við biðjum.

Biblían & fjármál. Heilbrigt viðhorf til peninga skiptir máli í okkar daglega lífi. Benedikt Andrésson dregur fram boðskap Biblíunnar um þetta málefni og tengir við laun, tíund, gjafir og sparnað sem og fyrirtækjarekstur, fjárfestingar og fleira. Spennandi og þarft umræðuefni.

Kaffispjall í Keflávík. Snorri Óskarsson og Kristinn Ásgrímsson leiða umræður fjögurra karla. Þeir hittast yfir kaffibolla og ræða óformlega út frá ákveðnum versum í Ritningunni sem eru þeim hugleikin. Spjallið verður á dagskrá á laugardagsmorgnum á Lindinni.

 

Svo minni ég á Lindina mína, appið sem þú getur hlaðið niður í símann þinn og þannig haft aðgang að þáttunum að ofan sem og fjölmörgum öðrum. Þættirnir verða komnir í appið fljótlega eftir að hafa verið frumfluttir á Lindinni.

Einnig bendum við á þættina Fjársjóðskistan, barnaþætti frá árinu 2008 í umsjón Erlu Guðrúnar sem við settum nýverið í appið. Í hverjum þætti er framhaldssaga, Mýsla & músabörnin, biblíusaga, minnisvers og skemmtileg barnalög. Nú er um að gera að kynna þessa þætti fyrir yngstu hlustendunum í kringum þig.

Eigðu svo alveg súpergóðan september.

Kærleikskveðja,
Hafsteinn Gautur, útvarpsstjóri.


  Lindin mín

  App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

  Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

  Gjafalistinn

  Það styttist í afmælisviku Lindarinnar, sem haldin verður með pompi og pragt dagana 1.-6. mars. Listinn með þeim gjöfum sem hlustendur hafa fært Lindinni er aðgengilegur hér.

  Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is