• Að vera öðruvísi

  Að vera öðruvísi

  Sem útvarpsstöð er Lindin svolítið sér á parti. Og þannig viljum við hafa það. Stöðin aflar ekki tekna með sölu auglýsinga, heldur er hún rekin fyrir trúfesti fjölmargra kristinna einstaklinga sem vilja að Guðs Orð heyrist dag og nótt á öldum ljósvakans.

  • Það er nefnilega gaman að vera öðruvísi.

   

  Meira....
 • Tækjakaup á næsta leyti

  Tækjakaup á næsta leyti

  Við þökkum hlustendum fyrir frábærar viðtökur í haustfjáröfluninni. Við erum komin upp í 2,1 mkr sem er yfir markmiðinu sem við settum okkur. Nú getum við ráðist í tækjakaup og græjað okkur upp eins og Lindinni sæmir.

  Enn eru 908-númerin þó virk og verða það til 15. nóvember, ef þér hugnast að hringja til okkar smá pening:

  908-1103 gefur 3.000 kr.
  908-1105 gefur 5.000 kr.
  908-1107 gefur 7.000 kr.

  Meira....
 • 900 númer

  900 númer

  Nú bjóðum við hlustendum að hringja í 900-númer og styrkja Lindina.

  Klárum lokahnykkinn á fjáröfluninni. Við erum komin upp í 1,6 milljónir og þurfum aðeins um 400 þkr í viðbót, til að ná upp í 2,0 milljónir, sem var markmiðið.

  Með því að hringja í eitt af númerunum hér til vinstri, þá skuldfærist samsvarandi upphæð á símreikninginn þinn. Allt til styrktar Lindinni.

  Meira....
 • Gjafalistinn

  Gjafalistinn

  Það styttist í afmælisviku Lindarinnar, sem haldin verður með pompi og pragt dagana 1.-6. mars. Listinn með þeim gjöfum sem hlustendur hafa fært Lindinni er aðgengilegur hér.

  Meira....

900 númer

Nú bjóðum við hlustendum að hringja í 900-númer og styrkja Lindina.

Klárum lokahnykkinn á fjáröfluninni. Við erum komin upp í 1,6 milljónir og þurfum aðeins um 400 þkr í viðbót, til að ná upp í 2,0 milljónir, sem var markmiðið.

Með því að hringja í eitt af númerunum hér til vinstri, þá skuldfærist samsvarandi upphæð á símreikninginn þinn. Allt til styrktar Lindinni.

 

Við höfum því virkjað 900-númer, sem er svo einfalt að nýta sér. Með því að hringja í eitt af þessum þremur númerum, þá styður þú Lindina með samsvarandi upphæð.

Markmiðið er að eiga fyrir nauðsynlegum tækjakaupum þetta haustið og að geta hafið nýtt ár með nýjum tækjum og uppfærslum á hugbúnaði sem dagskrárgerðarfólk notar í útsendingu. Mikilvægt er að allt þetta virki vel svo hlustun þín, kæri hlustandi, sé áferðarfalleg og hnökralaus.

Að auki, þá minnum við á:

 • valkröfuna í heimabankanum þínum
 • gjafalistann á netinu
 • armbandsúrin sem þú getur nælt þér í
 • og svo hinn klassíska mánaðarlega stuðning

Kærar þakkir fyrir að standa að baki Lindinni, eins og hundruð annarra stuðningsaðila hafa gert í gegnum árin.

 

Fyrir 30 árum var Lindin ekki til. Tvær aðrar kristilegar útvarpsstöðvar voru að stíga sín fyrstu skref á þessum árum, en þær urðu ekki langlífar. Það er ekki sjálfgefið að svona rekstur standi undir sér en fyrir náð og miskunn Guðs hefur Lindin verið í þjónustu okkar í yfir 26 ár.  Við njótum þess í dag að hafa Lindina í bílnum, símanum, tölvunni og viðtækinu heima. Við skulum halda því áfram.

 


  Lindin mín

  App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

  Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

  Gjafalistinn

  Það styttist í afmælisviku Lindarinnar, sem haldin verður með pompi og pragt dagana 1.-6. mars. Listinn með þeim gjöfum sem hlustendur hafa fært Lindinni er aðgengilegur hér.

  Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is