Ókunnar slóðir

Lindin stendur fyrir dagsferðar um Suðurland á Uppstigningardag, fimmtudaginn 26. maí nk.

Í ferðinni munum við:

 • skoða írsku hellana við Hellu
 • ganga upp að Kvernufossi
 • snæða eldfjallasúpu í “gamla fjósinu”
 • sjá Njálusetrið á Hvolsvelli
 • upplifa grillveislu að hætti Kotara

Hringdu í 567-1818 eða sendu póst á lindin@lindin.is til að bóka sæti fyrir þig og þína. Það gæti selst upp.

Lindin hefur í gegnum árin ávallt farið í hlustendaferð að vori eða sumri. Vegna Covid-19 hafa þessar ferðir dottið út síðustu tvö árin, en nú eru bjartari tímar framundan.

Verðið er 21.990 kr. og allt til styrktar Lindinni.


  Lindin mín

  App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

  Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

  Gjafalistinn

  Afmælisvika Lindarinnar var haldin með pompi og pragt dagana 28.febrúar til 5. mars. Listinn með þeim gjöfum sem hlustendur hafa fært Lindinni er aðgengilegur hér og bendum við á að enn er fullt af athyglisverðum vörum og þjónustu á listanum sem hægt er að næla sér í.

   

  Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is