
Dagsferðin í maí
Hér er stutt myndband úr dagsferð Lindarinnar um Suðurland þann 26. maí sl.
Smelltu hér til að kíkja á myndbandið.
Þátttakendur voru 31 talsins og var ákveðið að heimsækja staði sem minna eru heimsóttir, svona alla jafna. Við skoðuðum írsku hellana, Kvernufoss og snæddum bregðsterka eldfjallasúpu á Stöng. Svo kíktum við á sögusetrið á Hvolsvelli og enduðum í grillveislu að hætti Kristjáns í Kotinu.
Veðrið var einstaklega gott þennan dag og kemur það skýrt fram í myndbandinu. Við þökkum Jóni Þór fyrir að gefa okkur afnot af rútunni og að splæsa í olíu fyrir ferðina. Þátttakendum þakka ég fyrir að styðja Lindina með þessum hætti, því ferðin var jafnframt til fjáröflunar fyrir rekstur stöðvarinnar.
Kærleikskveðja, Hafsteinn