Dagsferðin í maí

Hér er stutt myndband úr dagsferð Lindarinnar um Suðurland þann 26. maí sl.

Smelltu hér til að kíkja á myndbandið.

Þátttakendur voru 31 talsins og var ákveðið að heimsækja staði sem minna eru heimsóttir, svona alla jafna. Við skoðuðum írsku hellana, Kvernufoss og snæddum bregðsterka eldfjallasúpu á Stöng. Svo kíktum við á sögusetrið á Hvolsvelli og enduðum í grillveislu að hætti Kristjáns í Kotinu.

 

Veðrið var einstaklega gott þennan dag og kemur það skýrt fram í myndbandinu. Við þökkum Jóni Þór fyrir að gefa okkur afnot af rútunni og að splæsa í olíu fyrir ferðina. Þátttakendum þakka ég fyrir að styðja Lindina með þessum hætti, því ferðin var jafnframt til fjáröflunar fyrir rekstur stöðvarinnar.

Kærleikskveðja, Hafsteinn


  Lindin mín

  App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

  Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

  Gjafalistinn

  Afmælisvika Lindarinnar var haldin með pompi og pragt dagana 28.febrúar til 5. mars. Listinn með þeim gjöfum sem hlustendur hafa fært Lindinni er aðgengilegur hér og bendum við á að enn er fullt af athyglisverðum vörum og þjónustu á listanum sem hægt er að næla sér í.

   

  Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is