GO MOVEMENT

Eitt merkasta trúboðsframtakið í heiminum í dag er hreyfingin GO Movement.

Hugsjón hennar er að virkja kristna um heim allan til að bera reglulega vitni um trú sína – alveg þar til allir jarðarbúar hafa fengið tækifæri til að taka afstöðu til fagnaðarerindisins. Slagorðið er “Every believer is a witness.

Meira um málið á GOMovement.world

 

Verkefnið hófst árið 2012 í Þýskalandi með aðaláherslu á alþjóðlega trúboðsdaginn í maí á hverju ári. Síðan þá hefur átakið vaxið og dafnað og nær í dag til nánast allra landa heims.

Alþjóðlegur stjórnandi GO Movement, Beat Baumann, var í heimsókn hér á landi í byrjun ágúst og tók þátt í morgunverðarfundi á vegum Lindarinnar. Hann sagði okkur magnaðar sögur um hvernig þúsundir manna hafa komist til lifandi trúar á Jesú Krist í gegnum verkefnið á heimsvísu.

Og nú er komið að okkur. Áhugi er á að setja á fót GO hreyfingu á Íslandi. Ef þú hefur áhuga á að vera með hafðu þá samband við Lindina í síma 567-1818 eða með tölvupósti á lindin@lindin.is

 

 


  Lindin mín

  App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

  Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

  Gjafalistinn

  Afmælisvika Lindarinnar var haldin með pompi og pragt dagana 28.febrúar til 5. mars. Listinn með þeim gjöfum sem hlustendur hafa fært Lindinni er aðgengilegur hér og bendum við á að enn er fullt af athyglisverðum vörum og þjónustu á listanum sem hægt er að næla sér í.

   

  Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is