
GO MOVEMENT
Eitt merkasta trúboðsframtakið í heiminum í dag er hreyfingin GO Movement.
Hugsjón hennar er að virkja kristna um heim allan til að bera reglulega vitni um trú sína – alveg þar til allir jarðarbúar hafa fengið tækifæri til að taka afstöðu til fagnaðarerindisins. Slagorðið er “Every believer is a witness.
Meira um málið á GOMovement.world
Verkefnið hófst árið 2012 í Þýskalandi með aðaláherslu á alþjóðlega trúboðsdaginn í maí á hverju ári. Síðan þá hefur átakið vaxið og dafnað og nær í dag til nánast allra landa heims.
Alþjóðlegur stjórnandi GO Movement, Beat Baumann, var í heimsókn hér á landi í byrjun ágúst og tók þátt í morgunverðarfundi á vegum Lindarinnar. Hann sagði okkur magnaðar sögur um hvernig þúsundir manna hafa komist til lifandi trúar á Jesú Krist í gegnum verkefnið á heimsvísu.
Og nú er komið að okkur. Áhugi er á að setja á fót GO hreyfingu á Íslandi. Ef þú hefur áhuga á að vera með hafðu þá samband við Lindina í síma 567-1818 eða með tölvupósti á lindin@lindin.is