Vel heppnuð ráðstefna

Ráðstefnan Kristileg fjölmiðlun heppnaðist með eindæmum vel um liðna helgi. Hér er mynd af þátttakendum.

Við fengum fræðandi og uppbyggilega kennslu um hvernig við getum betur nýtt okkur samfélagsmiðlana og beitt þeim með strategískum hætti við að koma fagnaðarerindinu á framfæri.

Einn þátttakandi lét hafa eftir sér eftir ráðstefnuna:

“Allir sem ég hef rætt við eru í skýjunum eftir ráðstefnuna …”

Kennslurnar voru sumar teknar upp á myndband og munum við setja þær inn á Youtuberás Lindarinnar við fyrsta tækifæri. Stefnum á að það verði búið 22. nóvember nk. Endilega gerist áskrifendur að rásinni. Þannig fáið þið tilkynningar um nýtt efni sem kemur þar inn.

Við þökkum líka Hótel Kríunesi fyrir að lána okkur raðstefnuaðstöðuna og bjóða kennurunum frá MEDIAlliance fría gistingu.

Björn Ingi og fjölskylda gera betur og bjóða hlustendum Lindarinnar afslátt af jólahlaðborði hótelsins, dagana 17. og 24. nóvember, frá kl. 17-21.  Ef þú hringir í hótelið í síma 567-2245 og segist vera hlustandi Lindarinnar, þá færðu matinn á 5.900 kr. í stað 9.900 kr. (40% afsláttur). Athugið að tilboðið er aðeins þessa tvo daga.

Að öðru leyti eru þau með jólahlaðborð á fim., fös. og lau., kl. 17-21, fram til 20. des. sem kostar 9.900 kr. per mann. Einnig eru þau með brunch á sunnudögum frá 11:30-14:00.

 

 

 


    Lindin mín

    App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

    Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

    Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is