AFMÆLISMÁNUÐUR

Nú þegar afmælismánuðurinn er á enda þá liggur fyrir að söfnunarupphæðin er komin í 4,3 mkr. Enn er samt fullt af gjöfum eftir á gjafalistanum, þannig að endilega kíktu á Gjöf-á-gjöf.

Um að gera að næla sér í hentuga gjöf og styrkja Lindina í leiðinni. Meira um málið með því að smell á “Meira” hér að neðan.

 

Lindin stóð fyrir samkeppni í febrúar um “athyglisverðustu kristilegu bakgrunnsmyndina” á Facebook.  Á opna húsinu, 11. mars, var tilkynnt um sigurvegara.

Fyrsta sætið hlutu hjónin Pétur og Nina Einarsson, en þau eru búsett í Danmörku. Í bakgrunnsmynd þeirra eru vers úr Sálmi 135, auk þess sem þau pósta um 5 færslum á dag með kristilegum boðskap. Þau hjónin hljóta í verðlaun gjafakort á veitingastað í Reykjavík að eigin vali, að upphæð 20.000 kr.

Í öðru sæti eru hjónin Sólveig Katrín Jónsdóttir og Óskar Hraundal Tryggvason. Þau eru samstíga með sínar bakgrunnsmyndir, sem sýna kross á eyjunni Korsíku, þar sem þau voru í brúðkaupsferð sinni um árið. Myndirnar eru ólíkar og teknar frá óliku sjónarhorni, þó þær sýni sama hvíta krossinn. Þau hjónin hljóta í verðlaun úttekt á bílaverkstæðinu Hemill við Smiðjuveg.

 

Hér að neðan er svo kynningartexti sem notaður var til að auglýsa samkeppnina:

Er trú þín sýnileg öðrum? Sést á samfélagsmiðlum að þú ert kristinnar trúar?  Vitanlega eru margar leiðir til að opinbera trú sína en við bendum á einfalda og skýra leið til þess … nefnilega bannerinn á Facebook.

Við ætlum að bregða á leik í afmælisviku Lindarinnar, 6.-11. mars og efna til samkeppni. Við leitum að athyglisverðustu kristilegu bakgrunnsmyndinni. Við erum að tala um stóra bannerinn, sem er á bak við prófílmyndina, efst á síðunni.

 

Sumir nota þessa mynd til að senda skýr skilaboð um hvar þeir standa í trúmálum; birta vers úr Biblíunni og fallega mynd í grunninn. Hreint frábært!

Skilirði fyrir þátttöku í samkeppninni eru þessi:

• bakgrunnsmyndin þarf að endurspegla kristna trú, innihalda texta og skal hann vera á íslensku. Ekki verra að hafa smá húmor.
• aðeins fésbókarsíður einstaklinga koma til greina
• senda má inn sína eigin bakgrunnsmynd en einnig má senda tillögur að myndum annarra.
• bakgrunnsmyndin þarf að hafa verið á síðunni a.m.k. frá síðustu áramótum.
• stjórn og starfsmenn Lindarinnar eru undanþegnir þátttöku.

Skila þarf inn tillögum á netfangið lindin@lindin.is fyrir kl. 12, mvd. 8. mars með því að senda okkur slóðina inn á viðkomandi síðu. Valið verður úr innsendum tillögum af þriggja manna dómnefnd. Tilkynnt verður um sigurvegarann á opnu húsi Lindarinnar laugardaginn 11. mars 2023.

Við hvetjum alla, nær og fjær, að taka þátt. Um að gera að byrja strax að heimsækja síður vina og kunningja og senda inn tillögur.


    Lindin mín

    App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

    Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

    Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is