
GO Month
Maímánuður er trúboðsmánuður.
Málið er einfalt: Til að bera vitni um Jesú, þá nægir að segja frá því sem Jesús hefur gert fyrir þig og allt mannkynið. Taktu höndum saman með öðrum kristnum í bæn og trúboði.
Á hverju ári er maímánuður svokallaður áherslumánuður í trúboði. Þá erum við öll hvött til að vera virk og nota hvert tækifæri til að segja frá. Það er því áskorun frá okkur á Lindinni að þú takir þátt með þeim hætti sem þér hentar, allt frá því að biðja fyrir ákveðnum einstaklingum yfir í að fara út á göturnar í trúboð.