Með ástríðu og djörfung

Lindin býður þér í þjálfunarbúðir (bootcamp) þar sem við kveikjum í kærleikanum (sem við höfum reyndar nóg af). Glæðum þannig eldinn í hjörtum okkar til að flytja góðu fréttirnar til samtímafólks okkar, sem aldrei fyrr.
.
Verum örlát við að gefa bestu gjöfina sem hægt er að gefa öðru fólki?  Nefnilega fagnaðarerindið sjálft?
.
Gerum það oft og gerum það reglulega.
.
Kennsla, matur og samfélag. Góð blanda sem getur ekki klikkað.
.
.

Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn þar sem við þurfum að huga að mat. Smelltu á “Ég mæti” hér að ofan og þá ertu skráð(ur) á námskeiðið. Það verður haldið á Lindinni, Krókhálsi 4, dagana 6. og 7. sept. nk.
.
Bara gaman!
.
Aðilar frá GCA – Great Commission Alliance koma til landsins og sjá alfarið um kennsluna. GCA eru bandarísk samtök sem hafa farið til yfir 50 landa í heiminum og staðið fyrir þjálfun í maður-á-mann trúboði sem og að kenna okkur að gera aðra að lærisveinum. Hér er stutt myndband sem kynnir starf þeirra á heimsvísu …. https://www.greatcommissionalliance.org/
.
Hugsjón GCA er að styrkja og efla kirkjur á heimsvísu með því að þjálfa safnaðarmeðlimi í að “segja frá” og framleiða lærisveina. Aðferðarfræði þeirra er skýr, hnitmiðuð og áhrifarík.
.
Kennslan fer fram á ensku en möguleiki er á túlkun fyrir þá sem vilja.
.
Námskeiðið er tímasett svona:
.
FRIDAY, Sep. 6th:
18:00 – Dinner
18:45 – Welcome
19:00 – Session 1: Intro
19:35 – Session 2: Prepare
20:10 – Session 3: Go
20:45 – Q&A
20:55 – Close in prayer
.
SATURDAY, Sep. 7th:
09:00 – Welcome back
09:20 – Session 4: Plant
09:55 – Session 5: The One Min. Witness tool
10:40 – Break
11:00 – Session 6: The One Min. Witness
11:45 – Outreach prep (BF tract intro)
12:00 – Light lunch
12:30 – Outreach
14:00 – Return & debrief
14:30 – Session 7: Water
14:55 – Session 8: Harvest
15:25 – Session 9: The One Year Discipleship tool
16:00 – Session 10: Multiply
16:30 – Q&A
17:00 – Close
.
Kennararnir frá GCA kosta ferð sína til Íslands alfarið sjálfir og því kostar námskeiðið ekki neitt. En gott væri ef þú settir seðil/seðla í körfuna, svona upp í matarkostnað.
.
Hlökkum til að sjá þig.
.


    Lindin mín

    App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

    Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

    Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is