Frelsisgangan
Walk For Freedom fer fram 19. október kl. 14:00
Gengið verður frá Hallgrímskirkju, niður Skólavörðustíginn og að Alþingi.
Frelsisgangan er alþjóðlegur viðburður sem hefur að markmiði að auka vitneskju fólks um ástandið í heiminum. Þúsundir manna út um allan heim ganga saman þennan dag. Þetta er sameiginleg yfirlýsing og tjáning okkar til að sjá mansal og þrældóm afnumið. Þeir sem að taka þátt mynda einfalda röð sem gengur saman í miðbænum.
Frelsisgangan er þögul ganga þar sem við látum frelsi annara skipta máli, sýnum í verki hvernig heim við viljum sjá.
Heim þar sem mannslíf er ekki metið til fjár. Heim þar sem réttlæti, mannleg reisn og frelsi sigrar. Þín skref skipta máli, þín rödd skiptir máli, þú skiptir máli!
Gangan fer fram í yfir 55 löndum á sama tíma. Gengnar verða yfir 500 göngur.
Tölfræði um þrældóm úr heiminum í dag: Um 40,3 milljónir manna, kvenna og barna föst í þrældómi í heiminum í dag og aðeins 1-2% fórnarlamba bjargað. Talið er að yfir 700 manns lifi við þrældóm og mansal á Íslandi í dag, flestir frá austur-Evrópu, Balkanlöndum, suður-Ameríku og austur-Asíu. A21 eru alþjóðleg samtök sem vinna gegn mansali og þrælahaldi. Einu sinni á ári er haldin ganga “Walk of freedom” og verður hún gengin 19.október á þessu ári.