Íbúð til leigu að Vitastíg 9A, 101 Reykjavík
Stærð: 38 fm (tveggja herbergja)
Leigutímabil: 1. sept. 2024 – 31. maí 2025 (9 mánuðir)
Mánaðarleiga: 280.000 kr.
Hlýleg íbúð í nýbyggðu húsi í hjarta miðbæjarins þar sem stutt er í alla þjónustu. Íbúðin skiptist í forstofu/anddyri, alrými með eldhúsi, eitt svefnherbergi og baðherbergi. Hentar fyrir tvo einstaklinga.
Í eldhúsi er innbyggður ísskápur, uppþvottavél, bakarofn og gufugleypir. Eignin er leigð með húsgögnum, þ.e. sófa í stofu, eldhúsborði með stólum og tveimur rúmum í svefnherbergi. Á baðherbergi er þvottavél og þurrkari.
Innifalið í leigu er: rafmagn & hiti, internet og hússjóður. Reykingar ekki leyfðar og gæludýr ekki leyfð. Athugið að leigutímabilið er 9 mánuðir.
Íbúðin er laus nú þegar.
Nánari upplýsingar fást hjá Hafsteini í síma 893-9702 og gegnum netfangið hafsteinn.gautur@gmail.com
(sjá myndir að neðan)