Frelsisbænin

Kæri hlustandi.

Við viljum bjóða þér að fara með frelsisbænina sem finna má hér að neðan. Ef þú gerir þér grein fyrir því að þú ert syndugur maður og að eina von þín sé að fá friðþægingu fyrir þessar syndir fyrir nafn Jesú Krists, þá getur þú farið með eftirfarandi bæn:

Frelsisbænin:

“Elsku Guð. Ég viðurkenni að ég er syndari og þarfnast fyrirgefningar þinnar. Ég trúi að Jesús Kristur hafi dáið í minn stað og greitt sektina fyrir syndir mínar. Nú er ég tilbúinn til að snúa frá syndum mínum og taka á móti Jesú Kristi sem persónulegum frelsara mínum og Drottni.

Hér með geri ég þig að leiðtoga lífs míns, kæri Jesú. Ég helga mig þér og bið þig að senda Heilagan Anda inn í líf mitt, fylla mig og hjálpa mér að verða sú manneskja sem þú vilt að ég sé. Þakka þér fyrir að elska mig, í Jesú nafni, Amen.

“Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða.  Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis.”Róm 10.9

Til hamingju! Ef þú last ofangreinda bæn upphátt og runverulega trúðir í hjarta þín því  sem þú last, þá ertu endurfædd(ur) einstaklingur. Nú tekur við lærisveinaganga með Jesú. Ástundaðu bænina daglegu og lestu í Biblíunni daglega. Farðu eftir því sem Guðs orð segir og þá mun þér farnast vel. Þú getur mætt öllum kringumstæðum hér eftir sem sigurvegari og samerfingi Jesú Krists. Leitaðu samfélags við aðra kristna einstaklinga og gefðu öðrum reglulega þinn vitnisburð.