Hugsjón Lindarinnar:

Lindin hefur að markmiði að breiða út fagnaðarerindið um Jesú Krist á Íslandi og um heim allan.  Félagið hyggst ná þeim markmiðum með því að:

–  reka fjölmiðla

–  vera rödd í íslensku samfélagi sem flytur boðskap Biblíunnar

–  veita fyrirbænaþjónustu

–  kynna og spila kristilega tónlist, íslenska sem erlenda

–  gefa út myndefni, bækur og annað fræðsluefni

–  vera upplýsingamiðill fyrir kirkjur og kristin samtök

–  styðja við og standa fyrir viðburðum sem færa Orð Guðs til samfélagsins

–  nýta nútímatækni til að ná til fólks með fræðslu og uppörvun í Orði Guðs

–  stuðla almennt að eflingu kristinnar kirkju á Íslandi

 


  Lindin mín

  App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

  Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

  Gjafalistinn

  Afmælisvika Lindarinnar var haldin með pompi og pragt dagana 28.febrúar til 5. mars. Listinn með þeim gjöfum sem hlustendur hafa fært Lindinni er aðgengilegur hér og bendum við á að enn er fullt af athyglisverðum vörum og þjónustu á listanum sem hægt er að næla sér í.

   

  Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is