Friðhelgisstefna

Persónuupplýsingar sem unnið er með þegar þú hefur samskipti við Lindina, kristið útvarp

Þegar þú átt í samskiptum við Lindina, kristið útvarp, gegnum tölvupóst, síma, á netinu eða augliti til auglitis og gefur okkur upp persónuupplýsingar eins og nafn, póstfang, símanúmer, netfang og/eða greiðslukortaupplýsingar (styrktaraðilar), þá höldum við þeim upplýsingum til haga hjá okkur, eins lengi og þörf er á, en þó aðeins með þínu samþykki.

Tilgangur og lagalegar forsendur

Við notum þessar upplýsingar til að eiga samskipti við þig og láta þér í té kristilegt efni og upplýsingar eins og fréttabréf Lindarinnar. Samþykki þitt, sem þú getur dregið til baka hvenær sem er, eru þær lögmætu forsendur sem við byggjum á þegar við höldum persónuupplýsingum þínum til haga.

Google Analytics

Við notum Google Analytics til að fylgjast með tölfræði vefsíðunnar okkar og öðrum lýðfræðilegum upplýsingum. Við notum einnig Google Search Console-stjórnborðið til að hjálpa okkur að skilja hvernig gestir finna vefsetur okkar og í því skyni að bæta leitarvélabestun (SEO) okkar.

Börn

Við tökum ekki við persónuupplýsingum frá börnum undir 16 ára aldri.  Ef við komumst að raun um að við höfum óvart tekið niður persónuupplýsingar barns undir 16 ára aldri munum við grípa til aðgerða í því skyni að eyða þeim upplýsingum eins fljótt og auðið er.

Varðveisla persónuupplýsinga

Við munum geyma persónuupplýsingar þínar eins lengi og þörf er á, þ.e. eins lengi og þú samþykkir að vera skráð(ur) styrktaraðili og/eða þiggur upplýsingar frá okkur eins og fréttabréfið.

Réttur þinn

Sért þú með búsetu í Evrópusambandinu (eða á EES-svæðinu þegar viðkomandi reglugerð ESB hefur einnig tekið gildi þar) hefur þú réttindi samkvæmt almennu persónuverndarreglugerðinni (GDPR) til að fá aðgang að og leiðrétta eða eyða persónuupplýsingum þínum, takmarka færanleika gagna og vinnslu persónuupplýsinga þinna, og réttindi til að mótmæla vinnslu persónuupplýsinga þinna og rétt til að leggja fram kvörtun til eftirlitsyfirvalda. Sért þú með búsetu utan Evrópusambandsins (eða eftir atvikum í EES, sbr. að ofan) gæti þó verið að þú hafir þessi sömu réttindi samkvæmt innlendum lögum.

Ef þú hefur athugasemdir við ofangreint eða hefur spurningar um skráningu og meðferð þinna persónuupplýsinga hjá Lindinni, kristnu útvarpi, þá getur þú haft samband við okkur gegnum netfangið lindin@lindin.is eða hringt í síma 567-1818 á skrifstofutíma.

Uppfært:  1. nóvember 2018


    Lindin mín

    App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

    Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

    Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is