Lindin fjölmiðlun býður þjónustu við allar almennar upptökur, hljóðvinnslu og masteringu. Lestur á bókum, smásögum og auglýsingum auk þess sem við fullvinnum efni til flutnings í sjónvarpi og útvarpi. Vel hljóðeinangraðir upptökuklefar í boði.

HLJÓÐVER:

Fyrsta flokks upptökutæki, bæði vél- og hubúnaður. Skilum efni á USB-lykli, flakkara eða sendum gegnum WeTransfer.com. Allt eftir þínum óskum.

Gerum tilboð í minni og stærri verk. Sendu okkur fyrirspurn á netfangið hafsteinn@lindin.is eða hringdu í 567-1818.

 

MYNDVER:

Bjóðum afnot af myndveri þar sem hægt er að taka upp viðtöl, hlaðvarpsþætti, söng, dans og hvers konar “sketsa”. Myndverið er 6 x 6 fm að grunnfleti eða 36 fm að stærð. Með þessa aðstöðu getum við boðið:
– upptökur á söng, lestri bóka og auglýsingum
– viðtöl tekin upp í setti (mynd og hljóð)
– hlaðvarpsþætti
– töfrabrögð, kennslumyndbönd og fleira.

Leiga á myndveri:
Hálfur dagur 1-4 klst:   14.000  kr.
Heill dagur 5-8 klst – 24.000 kr.
   Helgardagur:  30% álag á ofangreind verð.

Aðstaðan:

 • 36 m2 stúdíó með 4 metra lofthæð
 • 165 m2 í alls með móttöku, skrifstofu og vinnslurými.
 • “Daylight” studio með stórum gluggum. Einnig þykk svört gluggatjöld til að myrkva.
 • Pappírsbakgrunnar (3,5m breiðir) – hvítur, svartur og grænn.
 • Aðrir pappírsbakgrunnar (2,72m) eftir þörfum.
 • Móttaka og frábær aðstaða fyrir viðskiptavini, fyrirsætur og annað fagfólk.
 • Aðstaða fyrir förðun og hár, fataslár og eldhús.

 


  Lindin mín

  App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

  Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

  Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is