• Sumarfrí 1.-22. júlí

  Sumarfrí 1.-22. júlí

  Lindin verður í sumarfríi fyrstu 3 vikurnar í júlí. Dagskrárgerðarfólk tekur sér frí frá þáttagerð og beinum útsendingum og sömuleiðis fastir starfsmenn. Tónlistin tekur við auk þess sem flutt verða kristileg stef inn á milli.  Ef úsending dettur niður þá er hægt að hringja í 893-9702 (Hafsteinn) og láta vita.

  Lindin mun áfram þjóna hlustendum þó dagskrárgerðarfólk sé í fríi.  Hvorki verða þættir fluttir né beinar útsendingar. Fastir dagskrárliðir eins og bænastundin kl. 10:30 og Boðskapur dagsins verða ekki í loftinu þessar 3 vikur.  Hefðbundin dagskrá tekur síðan aftur við mánudaginn 22. júlí.

  Meira....
 • 22 stiga hiti

  22 stiga hiti

  Sumarferð Lindarinnar heppnaðist einstaklega vel á laugardaginn. 35 manns tóku þátt og er óhætt að segja að Snæfellsnesið hafi skartað sínu fegursta þegar við nutum náttúrunnar og þess sem fyrir augu bar.

  Við þökkum Jóni Þór fyrir aksturinn og að lána okkur rútuna, Öddu og Ámunda fyrir vel heppnaða grillveislu í hádeginu og Hafliða fyrir skelegga og skemmtilega fararstjórn. Á Arnarstapa náði hitinn í 22 gráður. Á myndinni er hópurinn fyrir framan Hvítasunnukirkjuna í Stykkishólmi.

  Meira....
 • Aðalfundur 2019

  Aðalfundur 2019

  Hinn árlegi aðalfundur Lindarinnar fór fram fimmtudaginn 23. maí í húsnæði Lindarinnar. Þar var farið yfir rekstrarniðurstöðu ársins 2018.

  Reksturinn kom vel út þó tap hafi verið upp á 2,2 mkr. Lindin er alfarið rekin fyrir fjármagn frá einstaklingum, kirkjum og fyrirtækjum, sem er kraftaverk út af fyrir sig. Lindin hefur engar auglýsingatekjur, sem setur hana á sérstakan stað í fjölmiðlaflóru landsins.

  Meira um aðalfundinn í næsta fréttabréfi sem sent verður út 1. júní. Ef þú vilt fá fréttabréfið sendu okkur þá póst á lindin@lindin.is

  Meira....
 • Að styðja starfið

  Að styðja starfið

  Allt frá upphafi hefur Lindin verið rekin fyrir fjárstuðning frá einstaklingum, kirkjum og fyrirtækjum sem hafa þá trú og hugsjón að Orð Guðs eigi erindi til þjóðarinnar.  Við bjóðum nýja stuðningsaðila velkomna í hópinn. Þú getur hringt í okkur í síma 567-1818 og skráð þig sem stuðningsaðila eða sent okkur póst á lindin@lindin.is.

  Meira....

Að styðja starfið

Allt frá upphafi hefur Lindin verið rekin fyrir fjárstuðning frá einstaklingum, kirkjum og fyrirtækjum sem hafa þá trú og hugsjón að Orð Guðs eigi erindi til þjóðarinnar.  Við bjóðum nýja stuðningsaðila velkomna í hópinn. Þú getur hringt í okkur í síma 567-1818 og skráð þig sem stuðningsaðila eða sent okkur póst á lindin@lindin.is.

Dagskrá

Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is