• Boðið á samkomu

  Boðið á samkomu

  Lindin óskar Loftstofunni-baptistakirkju til hamingju með 6 ára afmælið, en haldið var upp á það í gær, sunnudaginn 18. ágúst. Og svona bauð Lofstofan fólk velkomið á samkomuna í gær (sjá mynd). Hvort sem það er gert með skiltum, eða í orði kveðnu, þá eigum við að vera dugleg að segja frá og bjóða fólki með okkur á samkomu.

  Meira....
 • Fótboltastrákur

  Fótboltastrákur

  18 ára gamall kvað hann sér hljóðs í matsalnum í menntaskólanum, fyrir framan alla skólafélagana og auglýsti vikulega bænastund sem hann var að byrja með. Hjartað sló hraðar en venjulega og hnén titruðu. En hann lifði það af.

  Hver er maðurinn? Hann heitir Elmar Elí Arnarson og er búsettur í Keflavík. Hann verður í viðtali hjá Hafsteini á morgun, föstudag, kl. 11:00. Stilltu á Lindina ef þú vilt vita meira.

  Meira....
 • Útbreiðsla kristninnar

  Útbreiðsla kristninnar

  Það er athyglivert að skoða útbreiðslu kristninnar í heimunum síðastliðin ár. Um 2,3 milljarðar teljist kristnir af þeim 7,6 milljörðum sem á jörðinni búa, sem gerir tæplega þriðjung mannskyns.

  Þetta sést á línuritinu hér til vinstri. Aukningin er fyrst og fremst í Afríku og Asíu. Þar er vöxturinn um 2% á ári en í Evrópu og Norður-Ameríku er hann innan við 1%.

  .

  Meira....
 • Að styðja starfið

  Að styðja starfið

  Allt frá upphafi hefur Lindin verið rekin fyrir fjárstuðning frá einstaklingum, kirkjum og fyrirtækjum sem hafa þá trú og hugsjón að Orð Guðs eigi erindi til þjóðarinnar.  Við bjóðum nýja stuðningsaðila velkomna í hópinn. Þú getur hringt í okkur í síma 567-1818 og skráð þig sem stuðningsaðila eða sent okkur póst á lindin@lindin.is.

  Meira....

Að styðja starfið

Allt frá upphafi hefur Lindin verið rekin fyrir fjárstuðning frá einstaklingum, kirkjum og fyrirtækjum sem hafa þá trú og hugsjón að Orð Guðs eigi erindi til þjóðarinnar.  Við bjóðum nýja stuðningsaðila velkomna í hópinn. Þú getur hringt í okkur í síma 567-1818 og skráð þig sem stuðningsaðila eða sent okkur póst á lindin@lindin.is.

Dagskrá

Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is