• Bænavika

  Bænavika

  Þriðjudaginn 18. janúar hófst alþjóðleg samkirkjuleg bænavika fyrir einingu kristinna. Þetta er árlegt bænaátak, sem fram fer um heim allan í janúar ár hvert.

  Að þessu sinni sameinumst við í bæn fyrir kristnum söfnuðum í Miðaustur-löndum, sem eru undir mikilli ágjöf.

  Daglegar hugleiðingar eru aðgengilegar á Facebook síðunni:

  „Bænavika 18-25 janúar”

  Meira....
 • Byrjum árið með bæn

  Byrjum árið með bæn

  Hin árlega bænavika Lindarinnar verður haldin dagana 10.-16. janúar. Þá biðjum við fyrir árinu framundan og leggjum persónulegt líf okkar og verkefni samfélagsins fram fyrir Drottinn.

  • Á heila tímanum flytjum við bænir fyrir ákveðnum málaflokkum, t.d. æsku landsins, heilbrigðiskerfinu, Alþingi og ríkisstjórn, fjölmiðlum landsins og fleiru. Fjölbreyttur hópur einstaklinga flytur þessar bænir.
  • Stutt bænastef verða í útsendingu af og til alla vikuna.
  • Þættir Fjólu Hilmars um bænina verða endurfluttir.
  Meira....
 • Tækjakaup á næsta leyti

  Tækjakaup á næsta leyti

  Við þökkum hlustendum fyrir frábærar viðtökur í haustfjáröfluninni. Við erum komin upp í 2,1 mkr sem er yfir markmiðinu sem við settum okkur. Nú getum við ráðist í tækjakaup og græjað okkur upp eins og Lindinni sæmir.

  Enn eru 908-númerin þó virk og verða það til 15. nóvember, ef þér hugnast að hringja til okkar smá pening:

  908-1103 gefur 3.000 kr.
  908-1105 gefur 5.000 kr.
  908-1107 gefur 7.000 kr.

  Meira....
 • Gjafalistinn

  Gjafalistinn

  Það styttist í afmælisviku Lindarinnar, sem haldin verður með pompi og pragt dagana 1.-6. mars. Listinn með þeim gjöfum sem hlustendur hafa fært Lindinni er aðgengilegur hér.

  Meira....

Hafsteinn G. Einarsson, útvarpsstjóri, hafsteinn (hjá) lindin.is

This image has an empty alt attribute; its file name is Hafsteinn-Góð-mynd.jpg

.

Hafsteinn sinnir daglegum rekstri stöðvarinnar og stýrir dagskránni.

Hann er viðskiptafræðingur að mennt og starfaði áður í ferðaþjónustu.

Hafsteinn hóf störf á Lindinni í október 2015.

.

.

.

Stefán Ingi Guðjónsson, upptaka & klipping, stefan (hjá) lindin.is

This image has an empty alt attribute; its file name is Stefán-Ingi-God-mynd-300x200.jpg

.

Stefán sinnir dagskrástjórnun auk þess sem hann sér um allt sem við kemur upptökum á útvarpsefni.

Hann klippir þætti og auglýsingar og gerir hæft fyrir útsendingu.

Stefán er í fullu starfi og hefur starfað á Lindinni síðan árið 2007.

.

.


Hrönn Kristinsdóttir, bókhald, bokhald (hjá) lindin.is

Hrönn sinnir því sem viðkemur bókhaldi og fjárreiðum og skráningum stuðningsaðila. 

Hún hefur lokið námi sem viðurkenndur bókari.

Hrönn er í 33% starfi hjá okkur og hefur starfað á Lindinni frá árinu 2006.

.


  Lindin mín

  App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

  Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

  Gjafalistinn

  Það styttist í afmælisviku Lindarinnar, sem haldin verður með pompi og pragt dagana 1.-6. mars. Listinn með þeim gjöfum sem hlustendur hafa fært Lindinni er aðgengilegur hér.

  Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is