Bréf til þín

Það er ekki fyrir mistök að þú ert komin á þessa síðu …

Guð vill að þú vitir að hann elskar þig skilyrðislaust. Það skiptir engu máli hver þú ert, hversu langt þú hefur villst frá honum eða hversu miklar byrðar lífið hefur lagt á þig. Hann er hér, einmitt núna og bíður þess að þú bregðist við boði hans um að öðlast eilíft líf, mynda persónuleg tengsl við hann og og lifa í návist hans og blessun þar að auki.

Í Biblíunni stendur: „En Guð auðsýnir kærleika sinn til okkar í því að Kristur dó fyrir okkur þegar við vorum enn syndarar“ (Rm 5.8). Kristur er Guð, holdi klæddur og þegar þú tekur á móti honum, hefur hann lofað því að vera með þér að eilífu og gefa þér örlátlega af heilögum anda sínum (1Kor 2.12) og að andi hans muni dvelja hið innra með þér. Jesús segir: „Ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér (Op. 3.20).

Jesús segir: „Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf“ (Jh 3.16). Ef þú vilt bregðast við boði Guðs um eilíft líf skalt þú tala við hann/biðja til hans, biðja hann um að fyrirgefa þér syndir þínar, taka við honum inn í hjarta þitt, biðja hann um að þvo burt syndir þínar með dýrmætu blóði sínu, taka við friðþægingarfórninni á krossinum og lifa loks fyrir hann. Hann reis upp frá dauðum fyrir þig, svo að þú gætir einnig öðlast eilíft líf. Taktu við þessu í dag.

Til þess að ganga með Kristi þarft þú að öðlast persónulegt samband við hann. Guð neyðir engan til þess að ganga sína vegu og því verður þú að biðja Guð um að gefa þér þetta samband. Ein leið til þess er að fara með frelsisbænina. Hún er svona:

„Elsku Jesús. Ég trúi því að þú hafir dáið fyrir mig og að þú hafir risið upp frá dauðum.  Ég bið þig að koma inn í hjarta mitt á þessu augnabliki og frelsa mig frá syndum mínum. Laugaðu mig í blóði þínu og fyrirgefðu sérhverja synd mína. Jesús, ég býð þig velkominn inn í líf mitt og bið þig um að taka þar völdin. Fylltu mig af anda þínum. Ég þakka þér að ég er núna barnið þitt. Í Jesú nafni, amen.”

Guð elskar þig og mun ætíð gera það. Byrjaðu að lesa orð hans í Biblíunni.  Ég er viss um að hann muni tala til þín í gegnum sitt orð og opinbera sig fyrir þér. Hann segir: „Hrópaðu til mín! Ég mun bænheyra þig og ég mun kunngjöra þér mikla hluti og leyndardómsfulla sem þú hefur ekki áður þekkt“ (Jer 33.3).

Hann mun einnig sýna þér áætlun sína fyrir líf þitt, út frá hugsunum sínum þér til handa: „Því að ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð“ (Jer 29.11). Mundu líka, að þú ert ávallt velkominn í hús hans, kirkjuna. Prédikun og kennsla úr orði Guðs mun leggja andlegum vexti þínum lið og tengja þig við annað fólk sem einnig hefur tekið þá ákvörðun að fylgja Kristi.

„Drottinn blessi þig og varðveiti þig, Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur, Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið“ (4M 6.24-26).

 

P.S.:  Ef þú vilt vita meira um hvað kristin trú hefur í boði fyrir þig þá er þér velkomið að hafa samband við okkur á útvarpsstöðinni Lindinni í síma 567-1818 eða gegnum netfangið lindin@lindin.is. Þú gætir kannski viljað setjast niður með einhverjum og rætt málin yfir kaffibolla. Eða að við bendum þér á kirkju sem þú gætir heimsótt. Við erum boðin og búin að hjálpa.  Eigðu svo alveg yndislegan dag.

 


    Lindin mín

    App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

    Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

    Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is