• The Chosen

  The Chosen

  Lindin mælir með sjónvarpsþáttunum “The Chosen”.

  MovieGuide.com segir seríuna vera eina bestu kvikmynduðu frásögn um líf og störf Jesú sem gerð hefur verið. Serían fær 9,7 í einkunn á IMDb.

  Hægt er að sjá tvær fyrstu seríurnar frítt gegnum samnefnt app “The Chosen”. Hægt að streyma í farsímann og tölvuna. Einnig er hægt að horfa á í sjónvarpi gegnum Roku eða Chromcast.

  Meira....
 • Afmælismánuður

  Afmælismánuður

  Jebb, upphæðin þokast upp á við, eins og sjá má á súluritinu hér til hliðar.

  Svo minnum við á gjafalistann GJÖF-Á-GJÖF, þar sem tugir af spennandi vörum og þjónustu er í boði. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Smelltu hér til að sjá hvað er í boði og hjálpaðu okkur að ná markmiðinu, sem er að safna 6.000.000 króna.

  Vertu með og taktu þátt! Síminn er 567-1818

  Meira....
 • Fréttabréf Lindarinnar

  Fréttabréf Lindarinnar

  Við erum byrjuð að blása í blöðrurnar ….

  … því afmæli Lindarinnar er fyrstu vikuna í mars og því er ekki seinna vænna en að byrja að undirbúa.

  Og þar sem þetta er útvarpsstöð ykkar hlustenda, þá er við hæfi að segja “Til hamingu með afmælið, Hafsteinn.”

  Afmælisvikan hefur alltaf reynst vel sem fjáröflun fyrir reksturinn, því þá taka hlustendur höndum saman og styðja Lindina með framlögum.

  Meira....
 • Gjafalistinn

  Gjafalistinn

  Það styttist í afmælisviku Lindarinnar, sem haldin verður með pompi og pragt dagana 1.-6. mars. Listinn með þeim gjöfum sem hlustendur hafa fært Lindinni er aðgengilegur hér.

  Meira....

Saga Lindarinnar í ártölum

Saga Lindarinnar er saga um trúfesti Guðs og hans fólks.
Hvert vaxtarskref útvarpsstöðvarinnar vitnar um sýn, trú, helgun og kraftaverk.

1995
Í mars þetta ár fóru útsendingar fyrst í loftið í Reykjavík á tíðninni FM 102,9

1997
Vestmannaeyjar kemur inn á tíðninni FM 88.9

1998
Akureyri FM 103,1
Ísafjörður FM 102.9
Bókin “Gull og Silfur”gefin út

1999
Myndastúdíó.
Beinar útsendingar hófust frá Kotmóti.
Útsendingar frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu.

2000
Lindin í Færeyjum studd til að hefja útsendingar.
Beinar alþjóðlegar útsendingar á www.lindin.is

2001
Ólafsfjörður 106,5 FM
Siglufjörður 106.5 FM

2002
Húsavík 104,5 FM
Höfn 102,9
“Power Mark” teiknimyndablöð fyrir börn
“Hættu áður en þú byrjar” mynd

2003
Forvarnarmynd endurskoðuð.
Vopnafjörður fer í loftið á FM 102,9

2004
Selfoss FM 105,1
„Gleði” geisladiskur og DVD

2005
Egilsstaðir FM 105,1
Stykkishólmur FM 96,9
„Guð gaf mér eyra” DVD fyrir börn.
„Vertu nú yfir og allt um kring” geisladiskur.

2006
„Ævintýravindar #1” DVD fyrir börn.

2007
Upptöku-og útsendingar á Akureyri.
Skagafjörður FM 105,1
Blöndós FM 105.1
„Ævintýravindar #2” DVD fyrir börn.

2008
Patreksfjörður FM 103,1
„Jesú mynd fyrir Börn” DVD
„Ævintýravindar #3” DVD fyrir börn.

2009
„Ævintýravindar #4” DVD fyrir börn.

2017
Mike og Sheila hætta á Lindinni. Hafsteinn tekur við.
Endurnýjuð vefsíða fer í loftið
Hljóðverið á Akureyri tekur aftur til starfa eftir nokkuð hlé.

2018
Hægt að hlusta á Lindina “í beinni” á vefsíðunni.
Appið lítur dagsins ljós; „Lindin mín”.

2020
Lindin 25 ára!


  Lindin mín

  App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

  Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

  Gjafalistinn

  Það styttist í afmælisviku Lindarinnar, sem haldin verður með pompi og pragt dagana 1.-6. mars. Listinn með þeim gjöfum sem hlustendur hafa fært Lindinni er aðgengilegur hér.

  Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is