• Bænavika

  Bænavika

  Þriðjudaginn 18. janúar hófst alþjóðleg samkirkjuleg bænavika fyrir einingu kristinna. Þetta er árlegt bænaátak, sem fram fer um heim allan í janúar ár hvert.

  Að þessu sinni sameinumst við í bæn fyrir kristnum söfnuðum í Miðaustur-löndum, sem eru undir mikilli ágjöf.

  Daglegar hugleiðingar eru aðgengilegar á Facebook síðunni:

  „Bænavika 18-25 janúar”

  Meira....
 • Byrjum árið með bæn

  Byrjum árið með bæn

  Hin árlega bænavika Lindarinnar verður haldin dagana 10.-16. janúar. Þá biðjum við fyrir árinu framundan og leggjum persónulegt líf okkar og verkefni samfélagsins fram fyrir Drottinn.

  • Á heila tímanum flytjum við bænir fyrir ákveðnum málaflokkum, t.d. æsku landsins, heilbrigðiskerfinu, Alþingi og ríkisstjórn, fjölmiðlum landsins og fleiru. Fjölbreyttur hópur einstaklinga flytur þessar bænir.
  • Stutt bænastef verða í útsendingu af og til alla vikuna.
  • Þættir Fjólu Hilmars um bænina verða endurfluttir.
  Meira....
 • Tækjakaup á næsta leyti

  Tækjakaup á næsta leyti

  Við þökkum hlustendum fyrir frábærar viðtökur í haustfjáröfluninni. Við erum komin upp í 2,1 mkr sem er yfir markmiðinu sem við settum okkur. Nú getum við ráðist í tækjakaup og græjað okkur upp eins og Lindinni sæmir.

  Enn eru 908-númerin þó virk og verða það til 15. nóvember, ef þér hugnast að hringja til okkar smá pening:

  908-1103 gefur 3.000 kr.
  908-1105 gefur 5.000 kr.
  908-1107 gefur 7.000 kr.

  Meira....
 • Gjafalistinn

  Gjafalistinn

  Það styttist í afmælisviku Lindarinnar, sem haldin verður með pompi og pragt dagana 1.-6. mars. Listinn með þeim gjöfum sem hlustendur hafa fært Lindinni er aðgengilegur hér.

  Meira....

Saga Lindarinnar í ártölum

Saga Lindarinnar er saga um trúfesti Guðs og hans fólks.
Hvert vaxtarskref útvarpsstöðvarinnar vitnar um sýn, trú, helgun og kraftaverk.

1995
Í mars þetta ár fóru útsendingar fyrst í loftið í Reykjavík á tíðninni FM 102,9

1997
Vestmannaeyjar kemur inn á tíðninni FM 88.9

1998
Akureyri FM 103,1
Ísafjörður FM 102.9
Bókin “Gull og Silfur”gefin út

1999
Myndastúdíó.
Beinar útsendingar hófust frá Kotmóti.
Útsendingar frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu.

2000
Lindin í Færeyjum studd til að hefja útsendingar.
Beinar alþjóðlegar útsendingar á www.lindin.is

2001
Ólafsfjörður 106,5 FM
Siglufjörður 106.5 FM

2002
Húsavík 104,5 FM
Höfn 102,9
“Power Mark” teiknimyndablöð fyrir börn
“Hættu áður en þú byrjar” mynd

2003
Forvarnarmynd endurskoðuð.
Vopnafjörður fer í loftið á FM 102,9

2004
Selfoss FM 105,1
„Gleði” geisladiskur og DVD

2005
Egilsstaðir FM 105,1
Stykkishólmur FM 96,9
„Guð gaf mér eyra” DVD fyrir börn.
„Vertu nú yfir og allt um kring” geisladiskur.

2006
„Ævintýravindar #1” DVD fyrir börn.

2007
Upptöku-og útsendingar á Akureyri.
Skagafjörður FM 105,1
Blöndós FM 105.1
„Ævintýravindar #2” DVD fyrir börn.

2008
Patreksfjörður FM 103,1
„Jesú mynd fyrir Börn” DVD
„Ævintýravindar #3” DVD fyrir börn.

2009
„Ævintýravindar #4” DVD fyrir börn.

2017
Mike og Sheila hætta á Lindinni. Hafsteinn tekur við.
Endurnýjuð vefsíða fer í loftið
Hljóðverið á Akureyri tekur aftur til starfa eftir nokkuð hlé.

2018
Hægt að hlusta á Lindina “í beinni” á vefsíðunni.
Appið lítur dagsins ljós; „Lindin mín”.

2020
Lindin 25 ára!


  Lindin mín

  App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

  Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

  Gjafalistinn

  Það styttist í afmælisviku Lindarinnar, sem haldin verður með pompi og pragt dagana 1.-6. mars. Listinn með þeim gjöfum sem hlustendur hafa fært Lindinni er aðgengilegur hér.

  Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is