Lindin vill vera þín persónulega útvarpsstöð. Hún vill flytja þér lögin sem þú heldur mest uppá. En hvernig þá?
Lindin býður þér að búa til þína persónulegu lofgjörðarklukkustund til flutnings á Lindinni. Sendu okkur nöfn á 12 lögum, íslenskum sem erlendum og við setjum þau í klukkustundar þátt sem kynntur verður sérstaklega í útsendingu. Og til að gera þetta persónulegt þá er gaman að láta nafn þitt koma fram. Er það ekki bara í fínasta lagi?
Eftirfarandi verður lesið einu sinni eða tvisvar á þessum klukkutíma: „Þú ert að hlusta á tónlistarklukkutíma á Lindinni. Tónlist valin af hlustanda Lindarinnar, (þitt nafn).“
Fylltu út formið hér að neðan og leyfðu okkur hinum svo að njóta með þér.