Lindin hefur að markmiði að miðla boðskap Biblíunnar í tali og tónum allan sólarhringinn.  Hún er í þjónustu við íslenskt samfélag, kirkjur landsins, hina kristnu og reyndar við hina guðlausu líka.

Lindin stendur fyrir bænaþjónustu og miðlar upplýsingum um það sem er í boði í kirkjum landsins og öðru kristilegu starfi.  Til að við getum náð lengra, eflt starfsemina, ráðið fleira starfsfólk og endurnýjað tækjabúnað, þá þurfum við fleiri bakhjarla; þ.e. einstaklinga sem styðja okkur með fastri upphæð í hverjum mánuði.  Slíkur stuðningur stendur best við bakið á Lindinni, til lengri tíma litið.

Ef þú hlustar á Lindina af og til, nýtur tónlistarinnar og fræðslunnar sem hún býður upp á, þá er spurning hvort ekki megi bjóða þér að ganga í hóp stuðningsaðila. Ef þú vilt styðja okkur í eitt skipti þá getur þú millifært beint inn á bankareikning Lindarinnar.

Að neðan getur þú skráð þig í reglulegan stuðning.

    Þegar þú hefur fyllt út alla reitina að ofan, smelltu þá á Submit hnappinn.

     

    Við munum hafa samband við þig símleiðis til að klára skráninguna og fá kortaupplýsingar, ef þú hefur valið þá leið sem greiðslumáta.

    Við förum varlega með þínar persónulegu upplýsingar.  Við látum ekki þriðja aðila í té viðkvæmar upplýsingar um okkar stuðningsaðila.

    Kærar þakkir fyrir stuðninginn. Megi Guð blessa þig og þína.

     

     

    Lindin, kristið útvarp  |  kt. 691194-2729  |  Króhhálsi 4  |  110 Reykjavík  |  Sími 567-1818  |  www.lindin.is  |  lindin@lindin.is

     


      Lindin mín

      App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

      Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

      Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is