• Lindin er með þér í sumar

  Lindin er með þér í sumar

  Lindin er komin úr sumarfríi og hefur aldrei liðið betur. Dagskrárgerðarfólk er að mæta aftur til vinnu og nú verða lifandi útsendingar eins og venjulega. Við vonum svo sannarlega að sumarið sé þér gott, kæri hlustandi.

  Meira....
 • Sumarfrí 1.-22. júlí

  Sumarfrí 1.-22. júlí

  Lindin verður í sumarfríi fyrstu 3 vikurnar í júlí. Dagskrárgerðarfólk tekur frí frá þáttagerð og beinum útsendingum og sömuleiðis fastir starfsmenn. Tónlistin tekur við auk þess sem flutt verða kristileg stef inn á milli.  Ef úsending dettur niður þá er hægt að hringja í 893-9702 (Hafsteinn) og láta vita.

  Lindin mun áfram þjóna hlustendum þó dagskrárgerðarfólk sé í fríi.  Fastir dagskrárliðir eins og Boðskapur dagsins og bænastundin kl. 21:00 verða ekki í loftinu þessar 3 vikur.  Hefðbundin dagskrá tekur síðan aftur við fimmtudaginn 22. júlí.

  Meira....
 • Afmælismánuður

  Afmælismánuður

  Jebb, upphæðin þokast upp á við, eins og sjá má á súluritinu hér til hliðar.

  Svo minnum við á gjafalistann GJÖF-Á-GJÖF, þar sem tugir af spennandi vörum og þjónustu er í boði. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Smelltu hér til að sjá hvað er í boði og hjálpaðu okkur að ná markmiðinu, sem er að safna 6.000.000 króna.

  Vertu með og taktu þátt! Síminn er 567-1818

  Meira....
 • Gjafalistinn

  Gjafalistinn

  Það styttist í afmælisviku Lindarinnar, sem haldin verður með pompi og pragt dagana 1.-6. mars. Listinn með þeim gjöfum sem hlustendur hafa fært Lindinni er aðgengilegur hér.

  Meira....

Alfa námskeið – janúar/febrúar 2021

.

□  Hvítasunnukirkjan Fíladelfía, Hátúni 2, Reykjavík. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 2. febrúar kl. 18 og skráning er á vefsíðu Fíladelfíu. Smellið hér til að skrá ykkur. Fer fram gegnum Zoom hugbúnaðinn. Umsjón hefur Jón Norðfjörð og nánari upplýsingar fást hjá honum í síma 693-9919 og jonnordfjord@msn.com

□  Salt, kristið samfélag, Háaleitisbraut 58-60 í Reykjavík.  Kynningarkvöld verður þri. 9. feb. Námskeiðið hefst síðan þri. 16. feb. kl. 20 og lýkur um kl. 21:15.  Fer fram gegnum Zoom hugbúnaðinn.  Nánari upplýsingar og skráning er hjá Sigga Bjarna í síma 848-7142 og sigurdurbjarni@gmail.com

.

Um Alfa

Alfa er 10 vikna námskeið um kristna trú. Fjallað er á einfaldan og þægilegan hátt um grundvallaratriði kristinnar trúar og boðskap Biblíunnar. Með virkri þátttöku námskeiðsgesta er leitast við að svara mikilvægustu spurningum lífsins, spurningum sem allir spyrja sig einhvern tímann á lífsleiðinni en hafa kannski ekki náð að svara fyrir sitt leyti.  Er Guð til?  Hver er tilgangur lífsins?  Er kristin trú úrelt og óviðeigandi?

Alfa styðst við bók Nicky Gumbel; Spurningar lífsins (e. Questions of Life). Umgjörð námskeiðsins er afslöppuð og þægileg og ekki eru lagðar kröfur á þátttakendur um viðhorf, skoðanir eða afstöðu.

Alfa hefur verið haldið í fjölmörgum kirkjum á Íslandi síðan árið 1997.  Alfa námskeiðin eiga uppruna sinn í Holy Trinity Brompton kirkjunni í London. Þau hafa verið haldin út um allan heim, enda vinsælasta og árangursríkasta námskeið sinnar tegundar í heiminum.

Alfa á Íslandi

Ef þú hefur spurningar um Alfa, eða ef þú vilt koma á fót námskeiði hjá þér, þá getur þú sent Alfa-nefndinni póst gegnum alfaaislandi@gmail.com eða haft samband beint við formann Alfa á Íslandi, Ragnar Gunnarsson í síma 533-4900.

Kynningarmyndband um Alfa

Hér er 20 mín. myndband sem lýsir námskeiðinu vel. Mundu að stilla hljóðið á, neðast í hægra horninu.

https://www.facebook.com/Filadelfia.Reykjavik/videos/1188181107896254/

Almennt um Alfa námskeiðin


Alfa námskeiðið hófst í Englandi fyrir u.þ.b. 20 árum. Námskeiðið er nú haldið í um 130 löndum í flestum kirkjudeildum. Alfa er 8 vikna námskeið, einu sinni í viku, þar sem fjallað er um grundvallaratriðið kristinnar trúar á einfaldan og þægilegan hátt.

Tekist er á við mikilvægustu spurningar lífsins. Hvorki eru gerðar kröfur um trúarafstöðu né heimalærdóm eða aðrar skuldbindingar gerðar til þátttakenda. Hver samvera hefst með léttum málsverði. Síðan er kennt í 30 mínútur og eftir stutt hlé eru umræður í hópum.

Á Alfa námskeiðinu gefst fólki tækifæri til að spyrja spurninga og taka þátt í skapandi umræðu um lífið og tilveruna.


Fyrir hverja er Alfa?

Alfa er opið öllum sem …

 • leita vilja svara við spurningum um tilgang lífsins.
 • vilja kynna sér grundvallaratriði kristinnar trúar.
 • langar að velta fyrir sér hvaða gildi móta líf okkar og samfélag.
 • trúa, efast eða trúa ekki

Um hvað er rætt á Alfa??

 • Hver er tilgangur lífsins?
 • Hver var og er Jesús Kristur?
 • Hvaða heimildir eru til utan Biblíunnar um Krist?
 • Hvernig varð Biblían til?
 • Hvernig getum við lesið og skilið Biblíuna?
 • Hvernig og hvers vegna eigum við að biðja?
 • Hvernig leiðbeinir Guð okkur?
 • Hvernig getum við orðið viss í trúnni?
 • Hver er heilagur andi og hvað gerir hann?
 • Hvernig get ég best varið lífinu sem ég á eftir lifað?
 • Hvernig skilgreinir Biblían hið illa og hvernig getum við staðið gegn því afli?
 • Læknar Guð nú á dögum?
 • Hvaða hlutverki gegnir kirkjan?
 • Hvað með eilífðina?

Alfa námskeiðið hefur vakið gífurlega athygli kirkju- og þjóðarleiðtoga, fjölmiðla og almennings í mörgum löndum. Í Bretlandi gerði hinn kunni sjónvarpsmaður, David Frost, sjónvarpþáttaröð um Alfa og kom námskeiðið og reynsla þátttakenda honum og samstarfsfólki hans þægilega á óvart.

Ýmsir af þekktustu fjölmiðlum Vesturlanda hafa fjallað um Alfa námskeiðið. Daily Telegraph sendi blaðamann sinn á Alfa námskeið og sá skrifaði eftirfarandi í kjölfar námskeiðsins:

„Þegar ég hugsa um reynslu liðinna vikna finnst mér ég hafa verið í tilhugalífi . . . Ég er enn ekki viss um hver var að biðja mín en ég vil gjarnan trúa því að það hafi verið Hann en ekki þau.“

Í viðtali í Newsweek við Nicky Gumbel, forystumann Alfa í Bretlandi, segir: „Það er ekki hægt að skýra það sem er að gerast öðruvísi en að Heilagur andi sé að verki. Efnishyggju nútímans hefur mistekist að svara spurningum fólks um eðli og tilgang lífsins.“

Spurðu um Alfa námskeið í þinni kirkju. Þú sérð ekki eftir því.


  Lindin mín

  App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

  Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

  Gjafalistinn

  Það styttist í afmælisviku Lindarinnar, sem haldin verður með pompi og pragt dagana 1.-6. mars. Listinn með þeim gjöfum sem hlustendur hafa fært Lindinni er aðgengilegur hér.

  Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is