Síðasti laugardagurinn í maí á hverju ári er hinn alþjóðlegi trúboðsdagur.

Þjóðverjinn Werner Nactigal fékk þá köllun frá Guði árið 2010 að hvetja kristið fólk um allan heim til að vitna fyrir a.m.k. einni manneskju þennan dag og ganga þannig út á kristniboðsskipunina (sjá Matt. 28:19).  Við eigum á hverjum tíma að vera reiðubúin að færa rök fyrir trú okkar með einum eða öðrum hætti og þessi dagur er því til áminningar og hvatningar til okkar allra um mikilvægi þess að “segja frá”.

Laugardagurinn 18. maí 2024 er sem sagt dagurinn þetta árið. Við hvetjum þig til að biðja fyrir deginum og þínum skrefum þennan dag. Kannski ert þú að vitna um trú þína reglulega og þá ert þú vel í stakk búin(n) að gera það aftur þennan dag. Ef ekki, og ef þér finnst skrefin þung, þá er gott að undirbúa sig í bæn og biðja um leiðsögn Heilags anda.  Stíga síðan út í hans krafti og vitna!

Og hér er 20 bls. bæklingur sem heitir “Skrefin 3” og er til fræðslu og hvatningar í trúboði. Þú getur hlaðið honu niður og síðan skoðað hann og lesið í rólegheitum.

Hér er svo alþjóðleg vefsíða GO Movement með fullt af fræðsluefni, upplýsingum og myndböndum.

Hér er bæklingur á íslensku um GO DAGINN.


    Lindin mín

    App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

    Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

    Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is