Síðasti laugardagurinn í maí á hverju ári er hinn alþjóðlegi trúboðsdagur.

Þjóðverjinn Werner Nactigal fékk þá köllun frá Guði árið 2010 að hvetja kristið fólk um allan heim til að vitna fyrir a.m.k. einni manneskju þennan dag og ganga þannig út á kristniboðsskipunina (sjá Matt. 28:19).  Vitanlega eigum við á hverjum tíma að vera reiðubúin að færa rök fyrir trú okkar með einum eða öðrum hætti, en þessi dagur er til áminningar og hvatningar til okkar allra um mikilvægi þess að “segja frá”.

Laugardaginn 26. maí 2018 er sem sagt dagurinn þetta árið. Við hefjum daginn á að hittast kl. 10 í matsal Fíladelfíu, Hátúni 2, snæðum saman morgunverð, biðjum saman og höldum út á götur Reykjavíkur í hópum í 3-4 tíma, allt eftir áhuga og getu hvers og eins.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt sendu okkur þá póst á lindin@lindin.is eða hringdu í 567-1818 til að fá frekari upplýsingar.

Hér er svo alþjóðleg vefsíða AT með fullt af upplýsingum, myndböndum og fræðsluefni.

 

 


    Lindin mín

    App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

    Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

    Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is