• Haustfjáröflun

    Haustfjáröflun

    Haustfjáröflun Lindarinnar er í fullum gangi. Við þurfum aukið fjármagn til að endurnýja tölvubúnað og tæki. Vertu með og legðu þitt af mörkum. Fjáröflunin hófst 10. október og lýkur 30. október. Á þeim tíma ætlum við að safna 3 milljónum króna.

    Smelltu á gula hnappinn “Stuðningur” hér fyrir ofan og skráðu þinn stuðning. Það sem við leggjum áherslu á er:

    • hækkun mánaðarlegs stuðnings (mæta þannig verðbólguhækkun)
    • 900-númer sem hægt er að hringja í og gefa (einfalt og þægilegt)
    • rausnarlegar peningagjafir frá þeim sem það geta og finna löngun í hjarta sínu.
    • valkröfur í heimabankann
    Meira....
  • Frelsisgangan

    Frelsisgangan

    Walk For Freedom fer fram 19. október kl. 14:00

    Gengið verður frá Hallgrímskirkju, niður Skólavörðustíginn og að Alþingi.

    Frelsisgangan er alþjóðlegur viðburður sem hefur að markmiði að auka vitneskju fólks um ástandið í heiminum. Þúsundir manna út um allan heim ganga saman þennan dag. Þetta er sameiginleg yfirlýsing og tjáning okkar til að sjá mansal og þrældóm afnumið. Þeir sem að taka þátt mynda einfalda röð sem gengur saman í miðbænum.

    Meira....
  • Með ástríðu og djörfung

    Með ástríðu og djörfung

    Lindin býður þér í þjálfunarbúðir (bootcamp) þar sem við kveikjum í kærleikanum (sem við höfum reyndar nóg af). Glæðum þannig eldinn í hjörtum okkar til að flytja góðu fréttirnar til samtímafólks okkar, sem aldrei fyrr.
    .
    Verum örlát við að gefa bestu gjöfina sem hægt er að gefa öðru fólki?  Nefnilega fagnaðarerindið sjálft?
    .
    Gerum það oft og gerum það reglulega.
    .
    Kennsla, matur og samfélag. Góð blanda sem getur ekki klikkað.
    .
    .
    Meira....
  • Gospelhelgi

    Gospelhelgi

    Hjálpræðisherinn býður upp á einstaka gospelhelgi 6.-8. september með hinum reynslumikla Tom Jarle Istad Kristiansen. Tom Jarle hefur stýrt gospelkórum víðsvegar um heiminn og er þetta því einstakt tækifæri fyrir gospelunnendur á Íslandi.

    Dagskráin verður eftirfarandi:

    Meira....
  • Ertu með miða?

    Ertu með miða?

    Ég er sannfærður um að allt of oft reisum við veggi gagnvart því að vitna fyrir öðrum um trú okkar.

    Við finnum okkur ástæðu til að grípa ekki tækifærið til að vitna fyrir ófrelsuðum. Ástæður eins og: „Fólk hefur ekki áhuga“ eða: „Af hverju ættu þau að hafa áhuga á að heyra minn vitnisburð?“, eða: „Þau hafa örugglega ekki áhuga á að heyra neitt um Guð, miðað við lífsstílinn sem þau viðhafa“ … og svo framvegis.

    Meira....


    Lindin mín

    App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

    Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

    Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is