• Bænagangan 25. apríl

  Bænagangan 25. apríl

  Á sumardaginn fyrsta boðum við til bænagöngu, eins og við höfum gert í yfir tvo áratugi. Við hvetjum alla biðjandi menn og konur að taka þátt.  Hér sláum við þrennu; bæn, útivera og samfélag.

  Eftir gönguna kl. 11:30, hittast hópar úr Reykjavík í Veginum, Smiðjuvegi 5, Kópavogi, í léttan hádegisverð og samfélag. Á landsbyggðinni fer það eftir hverjum stað fyrir sig, hvernig hittingum er háttað.

  Hér eru yfirlit yfir gönguleggina; annars vegar höfuðborgarsvæðið og hins vegar landsbyggðin (skjal enn í vinnslu). Þetta eru .pdf-skjöl sem henta til útprentunar.

  Meira....
 • Afmælismánuður

  Afmælismánuður

  Við þökkum hlustendum fyrir skemmtilega afmælisviku og heimsókn til okkar í Opna Húsið, laugardaginn 9. mars. Söfnunin hefur gengið vel og erum við í dag (21. mars) komin upp í 6,1 mkr af 8 mkr markmiði, sem gerir 77%.

  Frábært og kærar þakkir, elsku hlustendur !

  Við höldum áfram út marsmánuð.

  Hér er krækja inn á gjafalistann Gjöf-á-gjöf, sem er enn í fullu gildi og inniheldur nýtilegar og spennandi vörur.

  Valkröfur eru komnar í heimabankann hjá fjölmörgum aðilum.  Markmiðið er að ná 8 mkr í afmælismánuðinum. Með þinni þátttöku getum við náð markmiðinu.

  Meira....
 • Saltkjöt & baunir

  Saltkjöt & baunir

  Update 14. feb.:  Það mættu 53 einstaklingar í matarveisluna á Sprengidag, sem þýðir að innkoman var 238.500 kr.  Það er ágætis stuðningur við Lindina.
  ———–
  Það er tímafrekt að elda saltkjöt og baunir. Er því ekki tilvalið að bjóða einhverjum með sér í ekta íslenskan kvöldverð á Sprengidag, njóta samfélags við aðra og styrkja Lindina í leiðinni.
  .
  Dagur: Þriðjudagur, 13. febrúar 2024
  Staður: Kefas, Fagraþingi 2a, Kópavogi.
  Tími: 19:00 (húsið opnar 18:45)
  .
  Verð: 4.500 kr. per munn. Greitt á staðnum. Ekki þörf á að skrá sig sérstaklega. Bara mæta.
  .
  Meira....
 • Ertu með miða?

  Ertu með miða?

  Ég er sannfærður um að allt of oft reisum við veggi gagnvart því að vitna fyrir öðrum um trú okkar.

  Við finnum okkur ástæðu til að grípa ekki tækifærið til að vitna fyrir ófrelsuðum. Ástæður eins og: „Fólk hefur ekki áhuga“ eða: „Af hverju ættu þau að hafa áhuga á að heyra minn vitnisburð?“, eða: „Þau hafa örugglega ekki áhuga á að heyra neitt um Guð, miðað við lífsstílinn sem þau viðhafa“ … og svo framvegis.

  Meira....


  Lindin mín

  App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

  Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

  Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is