Nú þegar afmælismánuðurinn er á enda þá liggur fyrir að söfnunarupphæðin er komin í 4,3 mkr. Enn er samt fullt af gjöfum eftir á gjafalistanum, þannig að endilega kíktu á Gjöf-á-gjöf.
Um að gera að næla sér í hentuga gjöf og styrkja Lindina í leiðinni. Meira um málið með því að smell á “Meira” hér að neðan.
Ráðstefnan Kristileg fjölmiðlun heppnaðist með eindæmum vel um liðna helgi. Hér er mynd af þátttakendum.
Við fengum fræðandi og uppbyggilega kennslu um hvernig við getum betur nýtt okkur samfélagsmiðlana og beitt þeim með strategískum hætti við að koma fagnaðarerindinu á framfæri.
Einn þátttakandi lét hafa eftir sér eftir ráðstefnuna:
“Allir sem ég hef rætt við eru í skýjunum eftir ráðstefnuna …”
Haustfjáröflun hófst hjá okkur 1. október. Við þurfum að gefa í með innkomu svo Lindin komist yfir núllið með reksturinn fyrir áramótin. Það stefnir í 3 mkr halla ef ekkert er að gert. Við setjum því markið á að ná 3 mkr í þessari söfnun.
31. okt. voru komnar í hús 1.662 þkr.sem er 55% af markmiðinu.
Hafðu samband í síma 567-1818 ef þú vilt taka þátt. Einnig getur þú skráð þig í mánaðarlegan stuðning með því að smella hér.
Boðskapur Biblíunnar er til heilla fyrir þann sem meðtekur. Þar af leiðandi er starf Lindarinnar til heilla fyrir land og þjóð.
Nú færum við þær fréttir að Lindin er komin á almannaheillaskrá yfirvalda. Þetta þýðir að nú fá einstaklingar og fyrirtæki sem styðja Lindina, skattalækkun, skv. nýjum lögum frá Alþingi.
App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.
Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.