• Gjafalistinn að fæðast

  Gjafalistinn að fæðast

  Hæ. Bara að minna á afmælisviku Lindarinnar sem er rétt handan við hornið. Þá birtum við gjafalistann sívinsæla “Gjöf-á-móti-gjöf” með fullt af vörum og þjónustu sem hlustendur hafa látið okkur í té.

  Hamborgarabúllan gaf okkur t.d. 25 gjafakort á búlluborgara. Takk Tommi! Og því fer hver að verða síðastur að næla sér í ….. nei, annars, þú verður að bíða fram til mánudagsins 2. mars. Þá opnum við fyrir gjafalistann.

  Meira....
 • Sendiherrar

  Sendiherrar

  Lindin stóð fyrir hádegisverðarfundi mánudaginn 17. febrúar, þar sem fjallað var um mikilvægi okkar sem boðbera heilinda, heiðarleika og trausts í viðskiptum.

  Fundinn sóttu 17 manns og þar gaf Darren Goodman, forstöðumaður og fjárfestir í OWN-kirkjunni, okkur hagnýta punkta um mikilvægi framkomu okkar og starfsvenja í viðskiptalífinu.

  Sem starfsmenn og eigendur fyrirtækja þá erum við á vissan hátt sendiherrar Guðs í viðskiptalífinu.

  Meira....
 • Bænastundir

  Bænastundir

  Bænin hefur alltaf verið stór hluti af starfi Lindarinnar. Nú ætlum við að breyta fyrirkomulagi þessara stunda sem hafa verið klukkan hálf ellefu á morgnana á virkum dögum.

  Við ætlum að flytja þær fram á kvöld og hafa þær klukkan hálf ellefu á kvöldin. Kvöldin eru oft rólegri tími og meira næði hjá fólki til að hlusta og taka þátt í stundinni. Við vonum því að hlustendur taki þessari breytingu vel.

  Meira....
 • Að styðja starfið

  Að styðja starfið

  Allt frá upphafi hefur Lindin verið rekin fyrir fjárstuðning frá einstaklingum, kirkjum og fyrirtækjum sem hafa þá trú og hugsjón að Orð Guðs eigi erindi til þjóðarinnar.  Við bjóðum nýja stuðningsaðila velkomna í hópinn. Þú getur hringt í okkur í síma 567-1818 og skráð þig sem stuðningsaðila eða sent okkur póst á lindin@lindin.is.

  Meira....

Að styðja starfið

Allt frá upphafi hefur Lindin verið rekin fyrir fjárstuðning frá einstaklingum, kirkjum og fyrirtækjum sem hafa þá trú og hugsjón að Orð Guðs eigi erindi til þjóðarinnar.  Við bjóðum nýja stuðningsaðila velkomna í hópinn. Þú getur hringt í okkur í síma 567-1818 og skráð þig sem stuðningsaðila eða sent okkur póst á lindin@lindin.is.

Dagskrá

Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is