• Forsetakosningar

  Forsetakosningar

  Þessa dagana er Lindin að fá forsetaframbjóðendur í viðtöl í aðdraganda kosninganna 1. júní. Viðtölin eru sett inn á vefsíðuna og í app Lindarinnar, jafn óðum og þetta ágæta fólk mætir í spjall.

  Það er í senn gaman og fróðlegt að heyra þeirra persónulegu trúarafstöðu, skoðun þeirra á málefnum Þjóðkirkjunnar og álit á kristnum gildum í samfélaginu. Það er farið um víðan völl í þessum viðtölum og full ástæða til að hlusta á þau, ef þú ert á einhvern hátt efins um hvern þú átt að kjósa.

  Hér eru viðtölin.

  Meira....
 • GO DAGURINN

  GO DAGURINN

  Hefurðu heyrt um GO DAGINN?

  Ef ekki, þá er tími til kominn.

  Þannig er að trúboð getur verið erfitt. Sumum finnst jafnvel erfitt að heyra orðið “trúboð” sagt upphátt …. þá fer allt í hnút!

  En málið er að Kristniboðsskipunin í Biblíunni er skýr; við eigum öll að boða okkar kristnu trú, í einni eða annarri mynd. Og gera það reglulega.

  Meira um málið á alþjóðlegu GO Movement vefsíðunni.

  Meira....
 • Afmælismánuður

  Afmælismánuður

  Við þökkum hlustendum fyrir skemmtilega afmælisviku og heimsókn til okkar í Opna Húsið, laugardaginn 9. mars. Söfnunin hefur gengið vel og erum við í dag (21. mars) komin upp í 6,1 mkr af 8 mkr markmiði, sem gerir 77%.

  Frábært og kærar þakkir, elsku hlustendur !

  Við höldum áfram út marsmánuð.

  Hér er krækja inn á gjafalistann Gjöf-á-gjöf, sem er enn í fullu gildi og inniheldur nýtilegar og spennandi vörur.

  Valkröfur eru komnar í heimabankann hjá fjölmörgum aðilum.  Markmiðið er að ná 8 mkr í afmælismánuðinum. Með þinni þátttöku getum við náð markmiðinu.

  Meira....
 • Ertu með miða?

  Ertu með miða?

  Ég er sannfærður um að allt of oft reisum við veggi gagnvart því að vitna fyrir öðrum um trú okkar.

  Við finnum okkur ástæðu til að grípa ekki tækifærið til að vitna fyrir ófrelsuðum. Ástæður eins og: „Fólk hefur ekki áhuga“ eða: „Af hverju ættu þau að hafa áhuga á að heyra minn vitnisburð?“, eða: „Þau hafa örugglega ekki áhuga á að heyra neitt um Guð, miðað við lífsstílinn sem þau viðhafa“ … og svo framvegis.

  Meira....


  Lindin mín

  App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

  Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

  Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is