Eitt merkasta trúboðsframtakið í heiminum í dag er hreyfingin GO Movement.
Hugsjón hennar er að virkja kristna um heim allan til að bera reglulega vitni um trú sína – alveg þar til allir jarðarbúar hafa fengið tækifæri til að taka afstöðu til fagnaðarerindisins. Slagorðið er “Every believer is a witness.
Þátttakendur voru 31 talsins og var ákveðið að heimsækja staði sem minna eru heimsóttir, svona alla jafna. Við skoðuðum írsku hellana, Kvernufoss og snæddum bregðsterka eldfjallasúpu á Stöng. Svo kíktum við á sögusetrið á Hvolsvelli og enduðum í grillveislu að hætti Kristjáns í Kotinu.
Boðskapur Biblíunnar er til heilla fyrir þann sem meðtekur. Þar af leiðandi er starf Lindarinnar til heilla fyrir land og þjóð.
Nú færum við þær fréttir að Lindin er komin á almannaheillaskrá yfirvalda. Þetta þýðir að nú fá einstaklingar og fyrirtæki sem styðja Lindina, skattalækkun, skv. nýjum lögum frá Alþingi.
Afmælisvika Lindarinnar var haldin með pompi og pragt dagana 28.febrúar til 5. mars. Listinn með þeim gjöfum sem hlustendur hafa fært Lindinni er aðgengilegur hér og bendum við á að enn er fullt af athyglisverðum vörum og þjónustu á listanum sem hægt er að næla sér í.
App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.
Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.
Gjafalistinn
Afmælisvika Lindarinnar var haldin með pompi og pragt dagana 28.febrúar til 5. mars. Listinn með þeim gjöfum sem hlustendur hafa fært Lindinni er aðgengilegur hér og bendum við á að enn er fullt af athyglisverðum vörum og þjónustu á listanum sem hægt er að næla sér í.