Júní 2018: Kristín í Svíþjóð: “Ég lagði fram bænarefni núna á mánudaginn á Lindinni fyrir nýja rafmagnshjólastólnum mínum sem ég átti að fá á mánudaginn síðasta. Seinkun var á afhendingu. Stóllinn var settur á rangan stað og vitlaust merktur. Mér var sagt að það ætti að taka 1-2 vikur í viðbót.
Ég hringdi á mánudaginn í flutningafyrirtækið og talaði við mann. Hann var til í að hjálpa mér þegar þeir fengju stólinn til sín svo ég þyrfti ekki að bíða í fleiri vikur. Aðeins er keyrt út á mánudögum í bæinn sem ég bý í hér í Svíþjóð.
En þeir hringdu núa fyrir korteri og eru á leiðinni með stólinn til mín. Amen! Hreint og klárt bænasvar. Guð er góður.”
Apríl 2017: „I can´t express my feelings with the right words – but your channel is the best that could happen to us!!! It is a channel which accompanies us every day, every hour in all the rooms in our house!!! Thank you sooooo much for your awesome work! The mixture of worship and preaching (we understand no word ? ) is excellent and very very touching! God bless the whole team mightily!! Wish you a great day and all the best. Hannes (in Austria)”.
Júní 2016: Kona sem hlustað hefur á Lindina í mörg ár, segist hafa vaxið í Kristi við það eitt að hlusta á hina fjölbreyttu dagskrá sem stöðin býður upp á. Þegar hún sagði þetta var hún uppörvuð og full af ánægju og þakklæti.
Maí 2016: Sjómaður á Reykjanesi hefur nær eingöngu hlustað á Lindina undanfarin tvö ár. Hann nær ekki útsendingum þegar hann er út á sjó, en alltaf þegar hann er í landi hefur hann útvarpið stillt á Lindina. Honum finnst lofgjörðartónlistin uppörvandi og gera mikið fyrir sig.
Endilega sendið okkur vitnisburði og bænasvör til birtingar hér á síðunni. Sendið á lindin (at) lindin . is