Alþjóðlega geimstöðin er tveimur orðum sagt; verkfræðilegt undur. Hún vegur um 420.000 kíló, en þyngd skiptir ekki máli í geimnum og því kannski óþarfi að vera að nefna hana eitthvað sérstaklega hér. Sex geimfarar geta dvalið í stöðinni í einu, enda er hún á við 6 herbergja íbúð, samkvæmt upplýsingum frá NASA. Um 230 einstaklingar frá 18 þjóðlöndum hafa komið í heimsókn og stanslaus viðvera hefur verið í stöðinni allt frá nóvember 2000.
Í dag er stöðin komin í endanlega stærð, eins og sjá má á myndinni að ofan en hún var tekin árið 2018. Bygging stöðvarinnar er samstarfsverkefni nokkurra þjóða, sem eru áhugasamar um að teygja sig nær stjörnunum og forvitnast um hvað er þarna fyrir utan.
Þann áhuga skilur maður. En það er líka spennandi að vita hvað er fyrir handan; í víðáttunni sem Guðs orð fræðir okkur um. Sú víðátta er í raun miklu mikilvægari fyrir okkur og mun meira spennandi.