Salur til leigu
Lindin byður salinn í miðrýminu til afnota fyrir kristilegt starf. Miðrýmið er 43 fm að stærð. Lindin er til húsa að Krókhálsi 4 í Reykjavík, efsta hæð.
Rýmið er nýstandsett, allt nýmálað og með nýtt vínylparket á gólfum (2024). Til staðar er sýningartjald, skjávarpi, magnari og 5 hátalarar sem gerir ykkur kleift að halda samkomur, lofgjörðarstundir, námskeið, fyrirlestra, beinar útsendingar eða bíósýningar. 40 stólar eru á staðnum en 40 manns komast þægilega fyrir í rýminu. Salurinn er laus til afnota á kvöldin og um helgar og er þá aðgangur að eldhúsi innifalinn, með kaffivél og borðbúnaði. Því miður er ekki lyfta í húsinu og því ekki aðgengi fyrir hjólastóla.
Afnotin eru gegn vægu gjaldi til Lindarinnar:
- Eitt skipti 16.000 kr.
- Mánaðarleiga 45.000 kr. (afnot í 4-6 skipti)
Skilyrði er að vel sé gengið frá salnum og húsnæðinu eftir notkun.
Sendið okkur póst á hafsteinn@lindin.is, eða hringið í síma 567-1818, ef þið hafið áhuga.