Lindin til almannaheilla
Lindin er á almannaheillaskrá Skattsins. Það þýðir að einstaklingar og fyrirtæki sem styðja óhagnaðardrifna starfsemi eins og Lindina, fá skattalækkun, skv. lögum frá Alþingi. Heildarupphæðin sem þú styrkir Lindina um á hverju almanaksári kemur sjálfkrafa árituð á skattframtalið og lækkar þannig tekjuskattsstofninn.
Einstaklingar
Frádráttur einstaklinga getur verið á bilinu 10 – 350 þkr. á hverju almanaksári. Hjá hjónum og sambúðarfólki getur hann numið að hámarki 700 þkr. og kemur til lækkunar á útsvars- og tekjuskattsstofni. Þetta þýðir að einstaklingur sem er í 38% skattþrepi og styður Lindina um 100.000 kr. á ári, fær þannig skattaafslátt upp á 38.000 kr. Það munar um minna. Þetta er hátt í helmingur af upphæðinni.
Fyrirtæki
Frádráttur rekstraraðila getur numið 1,5% af rekstrartekjum ársins. Skattprósenta fyrirtækja er 20%. Ef við tökum dæmi um fyrirtæki sem veltir 70 mkr á ári og styður Lindina um 1 mkr á ári, þá fær það skattaafslátt upp á 200.000 kr. Sem sagt greiðir 200 þkr minna í skatt en ella.
Árlega skilar Lindin upplýsingum til Skattsins um framlög stuðningsaðila, sem aftur áritar þau á skattframtölin.
Við hvetjum þig til að styðja hugsjónastarf Lindarinnar og á sama tíma að nýta þér skattaafsláttinn. Skráðu þig í mánaðarlegan stuðning eða hækkaðu núverandi stuðning. Það styrkir Lindina og lækkar skattana þína í leiðinni.
Smelltu hér til að skrá þig í stuðning.
Kveðja frá okkur á Lindinni.