
Enn hækkar söfnunarupphæðin og erum við komin upp í 6,7 mkr af 8,0 mkr markmiði. Sem sagt 84% af markmiðinu!
- Inní söfnunartölunni er andvirði miðasölunnar á afmælistónleikunum. Kærar þakkir öll ykkar sem mættu. Það seldust 307 miðar af þeim 394 sætum sem voru í boði í salnum. Þetta gerir 76% sætanýtingu. Nettó innkoma var 1,1 mkr.
- Nokkrar kirkjur hafa verið gjafmildar í okkar garð. Við kunnum þeim góðar þakkir fyrir.
Við minnum á að enn er hægt að gefa til Lindarinnar og líka að næla sér í eitthvað af gjafalistanum góða. Smelltu hér til að sjá gjafalistann.
Vonandi náum við markmiðinu, fyrir lok mánaðarins.