Author Archive

Netútvarp

Eins og flestum hlustendum er kunnugt þá hefur Lindin í gegnum tíðina sent út með FM-stuttbylgju.

Svo þróaðist tæknin og internetið kom til sögunnar. Lindin fór þá að senda út í gegnum netið og nú er svo komið að fjölmargir velja að hlusta á skýra og tæra útsendingu með þeim hætti.

Continue Reading

Haustfjáröflun

Ég vil byrja á að þakka fyrir góða þátttöku í haustfjáröflun Lindarinnar. Henni er nú formlega lokið og söfnuðust 2,1 milljón króna.

Einn einstaklingur gaf 50 þkr, annar 76 þkr, fjórir gáfu 100 þkr hver, einn gaf 300 þkr og hæsta upphæðin var 500 þkr. frá einum gjafmildum hlustanda.

Continue Reading

Ertu með miða?

Ég er sannfærður um að allt of oft reisum við veggi gagnvart því að vitna fyrir öðrum um trú okkar.

Við finnum okkur ástæðu til að grípa ekki tækifærið til að vitna fyrir ófrelsuðum. Ástæður eins og: „Fólk hefur ekki áhuga“ eða: „Af hverju ættu þau að hafa áhuga á að heyra minn vitnisburð?“, eða: „Þau hafa örugglega ekki áhuga á að heyra neitt um Guð, miðað við lífsstílinn sem þau viðhafa“ … og svo framvegis.

Continue Reading

AFMÆLISMÁNUÐUR

Nú þegar afmælismánuðurinn er á enda þá liggur fyrir að söfnunarupphæðin er komin í 4,3 mkr. Enn er samt fullt af gjöfum eftir á gjafalistanum, þannig að endilega kíktu á Gjöf-á-gjöf.

Um að gera að næla sér í hentuga gjöf og styrkja Lindina í leiðinni. Meira um málið með því að smell á “Meira” hér að neðan.

Continue Reading

Fjáröflunarvika Lindarinnar 2021

Afmælisvikan er hafin

Og það þýðir að fjáröflunin er farin af stað og stendur út þessa viku, þ.e.1.-6 mars

Við bendum á gjafalistann GJÖF-Á-GJÖF, þar sem tugir af spennandi vörum og þjónustum er í boði, gegn stuðningi við Lindina. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Smelltu hér til að sjá hvað er í boði.

Markmiðið er að safna 6.000.000 króna.

Vertu með og taktu þátt! Síminn er 567-1818

Continue Reading

Bænaátak

Bænafólk á Norðurlöndunum hefur ákveðið að sameinast í bænaátaki sem stendur yfir í 12 mánuði, allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.  Íslendingar taka þátt og langar okkur að hvetja þig til að vera með í átakinu með því að biðja í a.m.k. einn klukkutíma í hverri viku. Við á Íslandi munum biðja á miðvikudögum, frá miðnætti til miðnættis.

Bænaátakið hófst miðvikudaginn 14. október.  Til að tryggja að bænakeðjan verði óslitin, skráir þú þig á vefsíðunni www.nordic365.org og velur þar eina klukkustund sem hentar þér.

Continue Reading

STÓRU MÁLIN

Elin Stengrimsen fer nú af stað með nýjan þátt á Lindinni, FM 102,9. Hann ber yfirskriftina STÓRU MÁLIN. Þar er púlsinn tekinn á mikilvægum málum daglegs lífs.

Fyrsti þáttur fer í loftið á morgun, þriðjudag, kl.11 en í honum er umræðuefnið “Eiginmenn & feður”. Elin fær til sín þá Jón Sverri Friðriksson og Bjarna Þór Erlingsson til að ræða viðfangsefnið út frá þeirra sjónarhorni. Þátturinn verður fljótlega aðgengilegur í appi Lindarinnar.

Continue Reading

Aðalfundur 2019

Hinn árlegi aðalfundur Lindarinnar fór fram fimmtudaginn 23. maí í húsnæði Lindarinnar. Þar var farið yfir rekstrarniðurstöðu ársins 2018.

Reksturinn kom vel út þó tap hafi verið upp á 2,2 mkr. Lindin er alfarið rekin fyrir fjármagn frá einstaklingum, kirkjum og fyrirtækjum, sem er kraftaverk út af fyrir sig. Lindin hefur engar auglýsingatekjur, sem setur hana á sérstakan stað í fjölmiðlaflóru landsins.

Meira um aðalfundinn í næsta fréttabréfi sem sent verður út 1. júní. Ef þú vilt fá fréttabréfið sendu okkur þá póst á lindin@lindin.is

Continue Reading

Afmælismánuður

Nú þegar komið er undir lok marsmánaðar er söfnunarupphæðin komin í 5,1 mkr. Markmiðið var 8 mkr þannig að ljóst er að við náum því ekki. En við þökkum ykkur öllum fyrir rausnalega þátttöku, engu að síður. Þessi 5,1 milljón króna kemur sér heldur betur vel til að halda við rekstrinum.

Enn er nóg til á gjafalistanum sem hægt er að skoða hér …. gjafalistinn.  Finndu þér vöru eða þjónustu sem hentar og vertu í bandi í síma 567-1818.

Continue Reading

Tilboð sem þú getur ekki hafnað

Við kunnum að meta freistandi tilboð, ekki satt?  Nóg hefur verið af þeim undanfarið í kringum “svartan fössara”, “rafrænan mánudag” og aðrar herferðir í fjölmiðlum.  Segja má að þetta kallist á við stóru hátíðina sem er í vændum núna í desember; fæðingarhátíð frelsarans.

Á þeirri hátíð erum við minnt á Tilboð lífsins; tilboðið sem engin verslun getur toppað. „Vöruna“ sem kostar ekki krónu og felur m.a. í sér fyrirgefningu synda og eilíft líf.

Continue Reading


    Lindin mín

    App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

    Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

    Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is