
Boðskapur dagsins │25. mars 2025 │ Snorri Óskarsson
Jesús notaði tákn Jónasar til að útskýra dauða sinn og upprisu. Jónas var gleyptur af ,,Stórfiski“ – ekki hval! 800 f.kr
Jónas. 1: 12. Takið mig og kastið mér í sjóinn, mun þá hafið kyrrt verða fyrir yður, því að ég veit að fyrir mína skuld er þessi mikli stormur yfir yður koiminn.
Skuldin greidd, hafið kyrrðist og Jónas kominn í vegferðina til Níníve, höfuðborgar Assýríu sem var höfuðborg stærsta heimsveldis þess tíma og þangað var Jónas sendur í trássi við sinn eigin vilja og meira að segja úr undirdjúpunum! Við Ísraelsmönnum blasti tími átaka og kúgunar við. 701 komu Assýringar, settust um Jerúsalem til að hertaka hana og hneppa undir þeirra vald – en það fór nú öðruvísi en þeir ætluðu og Salmanesar konungur fékk boðsap að heiman sem aftraði honum að taa Jerúsalem og hann snéri við heim og var drepinn þar af sonum sínum í staðinn!
Jesaja var sömu skoðunar og Jónas að ,,verk okkar hafa áhrif á náttúruna“!
Jes. 59: 12 a. Afbrot vor eru mörg frammi fyrir þér og syndir vorar vitna gegn oss því að afbrot vor eru oss kunn og misgjörðir vorar þekkjum vér.
Þessar skoðanir ( Jónasar og Jesaja) mæta okkur líka hjá heiðnum mönnum. Í Heimskringlu nafna míns Sturlusonar segir hann okkur frá fornkonungum víkinga (uppi um árið 200 AD). Segir svo í 15. kafla að Dómaldi var konungur í Svíjóð. ,,Á hans dögum gerðist í Svíþjóð sultur og seyra“ ,,Þá áttu höfðingjar ráðagerð sína og kom það ásamt með þeim að hallærið mundi standa af Dómalda konungi þeirra og það með að honum skyldi blóta til árs sér…
,,Þeir veittu honum aðgang, drápu hann og ruðu blóði á stalla“.
Þessi forna hugmynd að hegðun okkar birtist í ókyrri náttúru var bæði samþykkt af gyðingum, spámönnum Biblíunnar og hundheiðnum skurðgoðadýrkendum.
Slíkar mannfórnir voru þekktar meðal Azteka og Inka indjána í mið- og suður Ameríku. Hvaðan ætli þessar hugmyndir hafi komið upprunalega?
Hvað segjum við í dag?
Jörðin stynur og hefur fæðingarhríðir allt til þessa…“ Róm 8: 22
Getur það verið að þessar hugmyndir og tákn eigi enn við? Ókyrrð náttúrunnar sé vegna ,,synda mannsins“?
Og Jesaja heldur áfram: ,,Hönd Drottins er eigi svo stutt að hann geti ekki hjálpað og eyra hans er eigi svo þykkt að hann heyri ekki. Það eru misgjörðir yðar sem skilnað hafa gjört milli mín og Guðs yðar……
Var það ekki einmitt kenning Jesú að ,,dómur mundi ganga yfir þennan heim, því sáðland jarðarinnar væri orðið fullþroskað! Jesús kom til að verða þessi syndafórn og bjarga heiminum frá valdi dauða og tortímingar. Þess vegna dó hann mín og þín vegna.
Hvernig fáum við bætt okkur skaðann? Enn eru þrjár leiðir í vali okkar.
- Með leið Jónasar / fara í sjóinn.
- Leið Dómalda, verða fórnað, taka refsingu syndarinnar út sjálf. Það sem ég hef gert komi niður á mér sjálfum eða
- leið Jesú – „komið til mín allir sem erfiði hafið og þungar byrðar og ég mun veita yður hvíld!“ – Matt. 11: 28.
Hvaða leið er best fyrir þig? Ég mæli með leið nr. 3. Því Jesús Kristur er hið eina sanna, fullkomna fórn, sem Guð faðir á himnum tók algjörlega til sín og gerði heiminn sáttann við sig með þessari fórn.
Ég þakka þeim sem hlýddu og bið Drottinn að blessa þig þennan dag, í Jesú nafni. Amen.
Kveðja, Snorri Óskarsson