
Þann 15. apríl, vorum við komin upp í 7.984.988 kr. í söfnunarátaki Lindarinnar. Það vantað bara 15.012 kr. uppá að við næðum markmiði söfnunarinnar. Árvökull hlustandi tók eftir þessu og millifærði á okkur upphæðina sem vantaði. Upphæðin stóð því í nákvæmlega 8.000.000 kr. við lok þess dags, sem er hreint frábært. Ég segi takk fyrir okkur.
Við náðum markmiði söfunarinnar, sem gerist ekki á hverju ári.
- Í söfnunartölunni er andvirði miðasölunnar á afmælistónleikunum 8. mars. Það seldust 307 miðar af þeim 394 sætum sem voru í boði. Þetta gerir 76% sætanýtingu. Nettó innkoma var 1,1 mkr.
- Svo stóð Hv.s.kirkjan á Akureyri fyrir styrktartónleikum 3. apríl sem gaf 250.000 kr..
- Margir hafa fengið valkröfur að upphæð 5.000 kr., í heimabankanum hjá sér. Þær hafa venjulega gefið hundruði þúsunda.
- Nokkrar kirkjur hafa verið gjafmildar í okkar garð. Við kunnum þeim góðar þakkir fyrir. Og svo allir einstaklingarnir og fyrirtækin sem lögðu hönd á plóg.
Við minnum á að enn er hægt að gefa til Lindarinnar og líka að næla sér í eitthvað af gjafalistanum góða. Smelltu hér til að sjá gjafalistann.
Kærar þakkir fyrir stuðninginn!
Hafsteinn