Skip to content

Lindin

Lifandi útvarp

BORÐI-FORM-4650-x-550
Primary Menu
  • Heim
  • Um Lindina
    • Saga Lindarinnar
    • About Lindin
    • Hugsjón
    • Salur til leigu
    • Sagan í ártölum
    • Myndband: Tónlist og trúboð í 10 ár
    • Starfsfólk
    • Stjórn Lindarinnar
    • Lausanne sáttmálinn
    • Bréf til þín
    • Viltu hjálpa til?
    • Já, ég vil hjálpa til
    • Ertu lærisveinn?
    • Friðhelgisstefna
    • Vitnisburðir
  • Dagskrá
    • Vikudagskráin
    • Lindin „í beinni“
    • Boðskapur dagsins
      • Jesús, Jónas og Dómaldi
      • Í þörf fyrir náð Guðs
      • Vitnisburðir í Biblíunni
    • Uppáhalds lögin mín
    • FM tíðnikort
    • Brandarar
  • Bænir
  • Appið
    • Sækja Lindar appið
    • Hlusta á þætti
    • Stakir þættir
    • Spilari Lindarinnar
  • Á döfinni
    • Alþjóðleg bænavika
    • Alþjóðlegi trúboðsdagurinn
    • Bænaganga á sumardaginn fyrsta
    • Alfa námskeið
  • Hljóð og mynd
    • Upptökur og hljóðvinnsla
    • Frelsari allra tíma
  • Stuðningur
    • Nýr stuðningsaðili
    • Skattaafsláttur
    • Gjöf á móti gjöf
    • Hvað hefur Lindin gert fyrir þig?
    • Bankareikningar / Financial support
  • Gjöf-á-gjöf
  • Home
  • 2025
  • July
  • 1
  • Persía, Kús og Pút
  • Fréttabréf

Persía, Kús og Pút

Hafsteinn Gautur Einarsson 01/07/2025
Israel and Iran two flags textile cloth, fabric texture

Israel and Iran flags together textile cloth, fabric texture

Það er mikið í gangi fyrir botni Miðjarðarhafs þessa dagana. Svo mikil eru átökin og  hernaðarbröltið að ekki hefur annað eins sést frá lokum síðari heimstyrjaldar. Er stríðið milli Írans og Ísraels kannski upphaf þriðju heimsstyrjaldarinnar? Þetta er spurning sem án efa margir spyrja sig þessa dagana.

Það er eins og kveikt hafi verið í kveikjuþræði sem leiðir inn í alþjóðlega púðurtunnu. Tunnu sem gæti auðveldlega sprungið hvenær sem er og breyst í alþjóðleg átök.

Í mörg ár hefur Íran lýst opinberlega yfir löngun sinni til að útrýma Ísrael af landakortinu. Og hvert er mesta áhyggjuefni Ísraels? Að Íran eignist kjarnorkuvopn til að gera þá ógn að veruleika. Þær áhyggjur eru ekki út úr kortinu. Þó flestar þjóðir líti til fælingarmátts kjarnorkuvopna þá virðist markmið Írans vera öllu alvarlegra. Það virðist vera að útrýma Ísrael í eitt skipti fyrir öll. Klerkastjórnin í Íran gaf það líka út fyrir mörgum árum að þeirra markmið sé að útrýma gyðingaþjóðinni.

En Ísrael situr ekki lengur aðgerðalaust og fylgist með þróun mála. Ísrael hóf nýlega aðgerðina „Operation Rising Lion“; hernaðarlega aðgerð sem beinist að kjarnorku- og hernaðarinnviðum Írans. Með loftárásum og leynilegum aðgerðum réðst Ísrael á auðgunarstöðvar úrans í Íran og eldflaugaverksmiðjur þar í landi. Fréttamiðlar í Íran hafa staðfest eyðilegginguna: sprengingar í Teheran, yfirmenn drepnir og kjarnorkuáætlun landsins verulega hindruð.

Heimurinn fylgist með. Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar og aðrir markaðir titra vegna óvissunnar.

 

En fyrir biblíulesandi fólk þá endurspegla þessir atburðir kunnuglega spádóma. Gætu þessir atburðir einmitt tengst spádómum Biblíunnar? Skoðum það aðeins.  Í bók spámannsins Esekíel, köflum 38 og 39 er lýst framtíðar-árás nokkurra bandalagsþjóða á Ísrael. Eitt land er nefnt þar á nafn, en það er Persía, sem ber heitið Íran í dag. Einnig eru nefnd löndin Kús og Pút sem margir vilja meina að séu landssvæðin þar sem Eþíópía og Líbýa eru nú.

Í versum 5 og 6 í kafla 38 í Esekíel, segir; “Menn frá Persíu, Kús og Pút eru með þeim, allir búnir skildi og hjálmi. Gómer og allar hersveitir hans, einnig Bet Tógarma frá hinum fjarlægustu byggðum í norðri og allar hersveitir hans. Þér fylgja fjölmargar þjóðir”.

Í þessum versum koma fram nöfn á enn fleiri þjóðum.  T.d. Gómer sem hægt er að leiða getum að að sé Tyrkland nútímans. Einnig Bet Tógarma sem sumir vilja meina að sé Rússland.

Erum við að verða vitni að því að þessir fornu spádómar séu að raungerast í dag?

Fyrir hina kristnu þá gaf Jesú huggandi áminningu:

„En þegar þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og berið höfuðið hátt því að lausn yðar er í nánd” – Lúkas 21:28

Jesús sagði einnig að endirinn kæmi ekki fyrr en fagnaðarerindið hefði verið prédikað öllum þjóðum. Spádómar ættu ekki bara að kynda undir forvitni – þeir ættu að vekja brýna þörf sem er að halda áfram að vinna verk Guðs. Notum tímann vel og komum fagnaðarerindinu á framfæri til sem flestra. Nú er lag, því einmitt þessa dagana er í gangi trúboðsátakið Milljóna-Mánuðurinn á götum Reykjavíkur, sem þú og fleiri geta tekið þátt í og mætt þannig kallinu sem fram kemur í Kristniboðsskipuninni í Matteusarguðspjalli.

Notum öll tækifæri sem við fáum til að segja öðrum frá þeim lífgefandi sannleika sem fram kemur í Orði Guðs. Verum líka minnug þess að við tökum ekkert með okkur til himna, þegar þar að kemur, nema þá sem við leiðum til trúar.

Spádómarnir í Esekíelbók þjóna líka sem áminning til okkar um að Guð sér framtíðina.  Hann hefur fulla stjórn á hlutunum og hann kallar okkur til að hámarka þann tíma sem við höfum eftir, til að deila fagnaðarerindinu.

Von okkar er í Kristi Jesú. Við þurfum því ekkert að óttast þó ólga ríki í þessum heimi. Við getum staðið traustum fótum á fyrirheitum Guðs til okkar sem eigum trú og höfum játast honum sem okkar Frelsara.  Sálmur 62 undirstrikar þetta, en í versum 6-8 segir

“Hjá Guði einum hlýtur sál mín hvíld því að frá honum kemur von mín.  Hann einn er klettur minn og hjálpræði, vígi mitt, mér skrikar ekki fótur.  Hjá Guði er hjálpræði mitt og vegsemd, minn örugga klett og athvarf mitt hef ég í Guði.”

Kæru hlustendur, við getum með fullri vissu, reitt okkur á orð Guðs til að leiða okkur áfram á daglegri göngu í lífinu. Þjónusta okkar er mikilvæg og verkefnið verðugt.  Biblían inniheldur sannleikann og spádómar hennar eru okkur leiðarljós. Umgöngumst Orðið með þetta í huga. Guð blessi þig og þína.

Hafsteinn G. Einarsson, útvarpsstjóri

About The Author

Hafsteinn Gautur Einarsson

See author's posts

Continue Reading

Previous: „Enn er himnaríki líkt kaupmanni sem leitaði að fögrum perlum“

Related Stories

Vonsvikinn maður
  • Fréttabréf

Vonlaus og niðurdreginn?

Hafsteinn Gautur Einarsson 01/05/2025
Myndin kroppuð
  • Fréttabréf

Tvær leiðir, tveir valkostir

Hafsteinn Gautur Einarsson 02/04/2025
Gleðilega-aðventu-NÝ
  • Fréttabréf

Kristin gildi, menning og arfleifð

Hafsteinn Gautur Einarsson 03/12/2024

You may have missed

Israel and Iran two flags textile cloth, fabric texture
  • Fréttabréf

Persía, Kús og Pút

Hafsteinn Gautur Einarsson 01/07/2025
MYND 2 - falleg perla
  • Boðskapur dagsins

„Enn er himnaríki líkt kaupmanni sem leitaði að fögrum perlum“

Lindin, kristið útvarp 24/06/2025
Frið læt ég yður eftir
  • Boðskapur dagsins

„Frið læt ég yður eftir“

Lindin, kristið útvarp 27/05/2025
Vonsvikinn maður
  • Fréttabréf

Vonlaus og niðurdreginn?

Hafsteinn Gautur Einarsson 01/05/2025
Lindin, kristið útvarp  |  Krókhálsi 4  |  110 Reykjavík  | Landsbankinn  0130-26-126868,  kt.  691194-2729 |  Sími 567-1818  |  www.lindin.is  |  lindin@lindin.is

Copyright © All rights reserved. | MoreNews by AF themes.