Skip to content

Lindin

Lifandi útvarp

BORÐI-FORM-4650-x-550
Primary Menu
  • Heim
  • Um Lindina
    • Saga Lindarinnar
    • About Lindin
    • Hugsjón
    • Salur til leigu
    • Sagan í ártölum
    • Myndband: Tónlist og trúboð í 10 ár
    • Starfsfólk
    • Stjórn Lindarinnar
    • Lausanne sáttmálinn
    • Bréf til þín
    • Viltu hjálpa til?
    • Já, ég vil hjálpa til
    • Ertu lærisveinn?
    • Friðhelgisstefna
    • Vitnisburðir
  • Dagskrá
    • Vikudagskráin
    • Lindin „í beinni“
    • Boðskapur dagsins
      • Jesús, Jónas og Dómaldi
      • Í þörf fyrir náð Guðs
      • Vitnisburðir í Biblíunni
    • Uppáhalds lögin mín
    • FM tíðnikort
    • Brandarar
  • Bænir
  • Appið
    • Sækja Lindar appið
    • Hlusta á þætti
    • Stakir þættir
    • Spilari Lindarinnar
  • Á döfinni
    • Alþjóðleg bænavika
    • Alþjóðlegi trúboðsdagurinn
    • Bænaganga á sumardaginn fyrsta
    • Alfa námskeið
  • Hljóð og mynd
    • Upptökur og hljóðvinnsla
    • Frelsari allra tíma
  • Stuðningur
    • Nýr stuðningsaðili
    • Skattaafsláttur
    • Gjöf á móti gjöf
    • Hvað hefur Lindin gert fyrir þig?
    • Bankareikningar / Financial support
  • Gjöf-á-gjöf
  • Home
  • 2025
  • October
  • 1
  • Uppspretta og yfirflæði
  • Fréttabréf

Uppspretta og yfirflæði

Hafsteinn Gautur Einarsson 01/10/2025
Golden-1

Öll lifum við í fjármálakerfi heimsins og verðum fyrir áhrifum af því. Flest okkar keppast við að vinna meira og spara meira og freista þess þannig að ná endum saman. En Jesús benti okkur á að í daglegu lífi þyrftum við ekki að hamast eins og hamstur á hjóli. Hann kenndi okkur um hagkerfi Guðsríkisins þar sem önnur lögmál gilda. Það fylgir því mikill léttir og mikið frelsi að stíga inn í það himneska hagkerfi.

Hér eru þrjár ráðleggingar sem ég hvet þig til að hugleiða. Þetta eru þrjú skref til að virkja yfirnáttúrulegar gjafir Guðs í þínu lífi. Skrefin snerta viðhorf þitt til fjármuna eins og launatekna, daglegra útgjalda, fjárfestinga, sparnaðar og annarra eigna sem renna í gegnum hendur þínar dags daglega:

1. Breyttu uppsprettu þinni. Flestir sjá vinnuna sína og launaseðilinn sem uppsprettu sinna fjármuna. En Guð vill ekki að þú sért háður tekjunum þínum. Hann skapaði þig til að vera háður sér, en ekki launaseðlinum. Í 5. Mósebók segir:

„Þú skalt ekki hugsa með þér: „Ég hef aflað þessara auðæfa með eigin afli og styrk handar minnar.“ Minnstu heldur Drottins, Guðs þíns, því að það var hann sem gaf þér styrk til að afla auðs til þess að standa við sáttmálann sem hann sór feðrum þínum eins og hann gerir enn í dag”.

– 5. Mós. 8:18-19.

Taktu eftir að hann segir ekki að hann gefi þér auð, heldur gefur hann þér styrk til að afla auðs. Guð er uppsprettan þín og gefur þér hæfileika, sköpunarkraft og hugmyndaauðgi til að búa til fjármuni. Stígðu fram í trú, þegar þú finnur að Guð er að leiða þig áfram og leyfðu þér að fara „út fyrir boxið“ með Guði. Hugsa nýjar leiðir. Atvinna þín er vissulega uppspretta tekna en Guð hefur svo margt annað í boði. Hann er óþrjótandi uppspretta að nýjum leiðum til tekjuöflunar. Með því að tileinka sér þetta hugarfar, þá hverfa hömlurnar og trúin vex.

2. Stilltu þig inn á lögmál guðsríkisins. Fjármálakerfi Guðs starfar eftir lögmálum rétt eins og þyngdaraflið gerir. Þú þarft ekki að trúa á þyngdaraflið til að það virki. Það virkar hvort sem þú trúir því eða ekki. Það er fasti, gefin stærð, sem allir falla undir og þurfa að lifa við. Þannig er það bara. Með sama hætti þá starfar guðsríkið eftir meginreglum eins og ráðsmennsku, örlæti og trú. Þegar við stillum okkur inn á þetta, viðurkennum og samþykkjum, þá flæða þessir hlutir í lífi okkar. Í Lúkasarguðspjalli 6. kafla, versi 38 segir: „Gefið og yður mun gefið verða. Góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar”. Hér segir ekki „sparaðu“, og þér mun gefið verða. Guð hefur samt ekkert á móti sparnaði. Vöxtur guðsríkis byrjar með örlæti. Þetta er þvert á það sem heimurinn segir. Þegar þú sáir með örlæti og gjafmildi, virkjar þú margföldun sem verður þér til blessunar.

3. Væntu yfirflæðis en ekki bara rétt nóg til að lifa af. Í Sálmi 23:5 segir: „ … Bikar minn er barmafullur.“ Það stendur ekki „Bikar minn er varla fullur” eða „Bikar minn er hálftómur.“ Þvert á móti þá er bikarinn yfirfullur. Það flæðir yfir. Oft væntum við ekki yfirflæðis í lífinu, heldur reiknum með því að fá rétt nóg til að skrimta. Við takmörkum gjafir Guðs til okkar. Við teljum að Guð gefi okkur bara nóg til að ná endum saman og skrimta. Og svo fáum við bara það sem við trúum, ekki satt? Og ef þú trúir því að þú munir bara skrimta þá verður raunin sú. En ef þú trúir og biður fyrir því að Guð sprengi þakið af hlöðum allsnægta fyrir þig, þá opnarðu fyrir óendanlega möguleika. Sérðu hvað trú þín spilar stóran part í þessu? Ef þú trúir því að Guð sé góður faðir sem sér fyrir meiri gæðum en þeim sem telja megi “nóg”, þá ertu farinn að vænta á réttan hátt – að hann vilji gefa þér það sem þú þarft til að uppfylla framtíðarsýn þína. Þér býðst að stíga inn í eitthvað sem er svo miklu stærra en það sem þú býrð við í dag. Þannig getur þú líka verið blessun fyrir annað fólk.

Þessa dagana erum við að biðja fyrir haustfjáröflun Lindarinnar sem fram fer 10.-30. október. Við erum ávallt með tvær fjáraflanir á ári, í mars og október. Lindin er að öllu leyti rekin fyrir styrktarfé frá einstaklingum, kirkjum og félögum og þannig hefur það verið í 30 ár. Guð hefur alltaf séð okkur fyrir nægilegum fjármunum fyrir reksturinn og hef ég í dag þær væntingar að hann gefi nógsamlega og í yfirflæði. Markmiðið er 3,0 mkr, en það er bara “tala á blaði”. Ég hef ákveðið að vænta enn hærri fjárhæðar. Ég ætla að vænta yfirflæðis, því þannig getum við gert enn meira.

HAUSTFJÁRÖFLUN  Markmið: 3.000.000 kr.

Hefur Guð vakið gjafmildi í þínu hjarta við lestur þessa pistils? Fjölmiðlatrúboð Lindarinnar byggir á þeirri hugsjón að Orð Guðs þurfi stöðuglega, allan sólarhringinn, að berast þjóðinni í gegnum FM-útsendingar og netið. Fólk þarf ekki bara að heyra einu sinni og svo búið!

Við höldum því áfram næstu misseri og ár. Bara gaman og bara yndislegt.

Leiðirnar þrjár að ofan hjálpa þér vonandi að tengjast betur hagkerfi himinsins. Rifjum þær upp aftur svona í lokin; þær eru að breyta hugmynd okkar um uppsprettu fjármuna, að stilla okkur inn á lögmál guðsríkisins um gjafmildi og örlæti og síðan að vænta yfirflæðis í stað skorts, en það aftur virkjar gjafmildi Guðs til okkar með allt sem við þurfum og meira til.  Þetta er grunnurinn að því að lifa og hrærast í hagkerfi himinsins.

Kæri hlustandi, þú getur stutt Lindina með því að:

  • gerast mánaðarlegur stuðningsaðili (smelltu þá hér)
  • hækka þinn mánaðarlega stuðning (smelltu hér)
  • styðja okkur með stakri greiðslu núna í október og/eða
  • biðja fyrir rekstri og starfsemi Lindarinnar

Síminn hjá okkur er 567-1818. Reikningsnúmerið er 0130-26-126868 og kennitalan 691194-2729.

Ég bið Guð að blessa þig og þín fjármál ríkulega. Megir þú upplifa gegnumbrot í þeim efnum og öðlast yfirflæði og aukið frelsi.

Kærleikskveðja,

Hafsteinn G. Einarsson, útvarpsstjóri

About The Author

Hafsteinn Gautur Einarsson

See author's posts

Continue Reading

Previous: Hvernig hefurðu það?

Related Stories

HDI-mynd-fyrir-vefsíðuna-JP
  • Fréttabréf

Hvernig hefurðu það?

Hafsteinn Gautur Einarsson 01/09/2025
MYND-endanleg
  • Fréttabréf

Milljónamánuðurinn

Hafsteinn Gautur Einarsson 01/08/2025
Israel and Iran two flags textile cloth, fabric texture
  • Fréttabréf

Persía, Kús og Pút

Hafsteinn Gautur Einarsson 01/07/2025

You may have missed

Golden-1
  • Fréttabréf

Uppspretta og yfirflæði

Hafsteinn Gautur Einarsson 01/10/2025
HDI-mynd-fyrir-vefsíðuna-JP
  • Fréttabréf

Hvernig hefurðu það?

Hafsteinn Gautur Einarsson 01/09/2025
Joyful Young African American Man in Wheelchair Embracing Freedom and Grace
  • Boðskapur dagsins

Náð og friður

Lindin, kristið útvarp 26/08/2025
MYND-endanleg
  • Fréttabréf

Milljónamánuðurinn

Hafsteinn Gautur Einarsson 01/08/2025
Lindin, kristið útvarp  |  Krókhálsi 4  |  110 Reykjavík  | Landsbankinn  0130-26-126868,  kt.  691194-2729 |  Sími 567-1818  |  www.lindin.is  |  lindin@lindin.is

Copyright © All rights reserved. | MoreNews by AF themes.