
Til mín kom maður í morgun og var hissa á að við stefndum bara á 3 milljónir króna.
Hann vill ná 8 milljónum!!!
(Mér leið eins og kotbónda, að ætla að takmarka Guð með þessum hætti … sigh!)
…. en það er rétt hjá honum. Við megum og eigum að hugsa stórt. Í hagkerfi himnaríkis gilda önnur lögmál en í heiminum. Við eigum að hugsa í yfirflæði.
Haustfjáröflun Lindarinnar hefst formlega kl. 12:00 á föstudaginn og stendur frá 10. til 30. október. Við verðum með sérstakan pepp-þátt í útsendingu, kl. 11 til 12 um morguninn og bjóðum þar upp á alls konar skemmtilegheit og konfektmola í útsendingu. Síðan á slaginu tólf megið þið byrja að hringja inn. Síminn er 567-1818. Við verðum líka með opið hús hér í Krókhálsi 4, þennan fyrsta klukkutíma, frá 12-13. Léttar veitingar í boði og samfélag. Endilega kíktu á okkur.
Við bjóðum þig hjartanlega velkomin(n).
Hafsteinn og Stefán.