Fjáröflunarvika Lindarinnar 2021

Afmælisvikan er hafin

Og það þýðir að fjáröflunin er farin af stað og stendur út þessa viku, þ.e.1.-6 mars

Við bendum á gjafalistann GJÖF-Á-GJÖF, þar sem tugir af spennandi vörum og þjónustum er í boði, gegn stuðningi við Lindina. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Smelltu hér til að sjá hvað er í boði.

Markmiðið er að safna 6.000.000 króna.

Vertu með og taktu þátt! Síminn er 567-1818

Continue Reading

STÓRU MÁLIN

Elin Stengrimsen fer nú af stað með nýjan þátt á Lindinni, FM 102,9. Hann ber yfirskriftina STÓRU MÁLIN. Þar er púlsinn tekinn á mikilvægum málum daglegs lífs.

Fyrsti þáttur fer í loftið á morgun, þriðjudag, kl.11 en í honum er umræðuefnið “Eiginmenn & feður”. Elin fær til sín þá Jón Sverri Friðriksson og Bjarna Þór Erlingsson til að ræða viðfangsefnið út frá þeirra sjónarhorni. Þátturinn verður fljótlega aðgengilegur í appi Lindarinnar.

Continue Reading

Aðalfundur 2019

Hinn árlegi aðalfundur Lindarinnar fór fram fimmtudaginn 23. maí í húsnæði Lindarinnar. Þar var farið yfir rekstrarniðurstöðu ársins 2018.

Reksturinn kom vel út þó tap hafi verið upp á 2,2 mkr. Lindin er alfarið rekin fyrir fjármagn frá einstaklingum, kirkjum og fyrirtækjum, sem er kraftaverk út af fyrir sig. Lindin hefur engar auglýsingatekjur, sem setur hana á sérstakan stað í fjölmiðlaflóru landsins.

Meira um aðalfundinn í næsta fréttabréfi sem sent verður út 1. júní. Ef þú vilt fá fréttabréfið sendu okkur þá póst á lindin@lindin.is

Continue Reading


    Lindin mín

    App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

    Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

    Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is